Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 21 .llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Um nokkur jökullón og jökulhlaup í Harðangri og á íslandi. i. Einhverjuin mun ef til vill þykja óþarfi að fara að gera erlent jökulhlaup að umræðuefni hér í »Náttúrufræðingnum«, og segja sem svo, að við höfum nóg — eða fyllilega það — af jökulhlaup- um heima fyrir og þurfum ekki að sækja þau út fyrir pollinn. Ég held nú samt, að við getum lært nokkuð af reynslu Norðmanna um hlaupin í Harðangri, og að þau geti skýrt nokkuð fyrir okkur uppruna sumra jökulhlaupanna heima. Síðastliðið sumar átti ég ferð um Harðangur og kynntist nokkuð þeim staðháttum. sem hér segir frá, en heimild mín um jökulhlaup- in er grein eftir Halvor Rosendahl í mánaðarritinu »Naturen« (62. árg., 1938, nr. 1), sem Bergens Museum gefur út. Harðangursjökull (Hardangerjöklen) er nærri því kringlótt jökul- bunga, ekki ósvipaður Hofsjökli til að sjá, en minni, víðast um 14 km. að þvermáli. Hæsta bunga hans er 1876 m. yfir sjó, en samt er hæð fjallsins sjálfs frá rótum ekkert gífurleg, því að það stendur upp á Harðangursvíddinni, um 1200—1400 m. hárri hásléttu. All- margir skriðjöklar ganga niður frá jökulbungunni og ná sumir þeirra alveg niður á jafnsléttu á víddinni. Aðeins einn þeirra kem- ur hér við sögu. Hann gengur til vesturs og nefnist Retnbesdals- skáki eða — af þeim sem næst búa — aðeins »skáki« þ. e. »skák- in«. Á leið sinni vestur af fjallinu, lokar skákin fyrir mynni dal- verpis eins, sem liggur norður og suður, og myndast þar því stöðu- vatn af leysingarvatni og öðrum lækjum, sem til dalsins renna. Það heitir Demmevatn (sjá kortið). Upphaflega hafði Demmevatn ekkert afrennsli öðruvísi en undir eða í gegnum jökulinn. Vatnsborðið stóð þá mishátt, og þegar það komst sem hæst, brauzt vatnið oft út undan skákinni í miklum flaumi með jakaferð, og vatnsstæðið tæmdist. í Rembesdalsvatni, rétt fyrir neðan skákarendann, dreifist flóðið nokkuð og tefst, svo að dregur úr styrkleika þess. Síðan heldur hlaupið áfram ofan ár- gil og fram af hásléttubrúninni í ógurlegum fossum ofan í Simadal. Simadalurinn er smádalur — um 5 km. á lengd og þvengmjór —

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.