Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 23 ...........1.....1111111111111111111 i 1111111111111111111111111111111111II111111111111111111111111II11111II11111111111....111111111111111111111111111111111111111 um mannvirkjum. Slík hlaup urðu árin 1813, 1861, 1893, 1896 og 1937, oftast eða alltaf í ágústmánuði. Þar sem Demmevatn er dýpst, þ. e. við jökulstífluna, er botn þess 1207,4 m. yfir sjó. Áður en það var ræst fram (sjá síðar), gat það orðið 102,5 m. djúpt, en heldur ekki dýpra. Ekki svo að skilja, að þá rynni út úr því yfir fjallið eða skákina, en þegar hækkun vatnsflatarins náði þessu marki, brauzt vatnið út undan skákinni, þ. e. a. s. þá varð jökulhlaup, og vatnið tæmdist. Þó ekki alltaf í botn, útrásin stíflaðist stundum aftur, áður en svo yrði, og vatnsstæðið tók þá að fyllast á ný. Stundum lækkaði einnig í vatninu án þess að yfirborð þess hefði náð þessu hámarki hæðar sinnar — þessum 102,5 m. yfir lægsta botn — og varð þá ekkert hlaup samfara þeirri lækkun. Pegar þessar staðreyndir urðu kunnar, varð mönnum þegar ljóst, að það sem gera þyrfti, til þess að afstýra jökulhlaupum, væri að koma í veg fyrir, að vatnið hækkaði upp í hámark, og árið 1895 var byrjað að ræsa vatnið fram. Pað var gert með þeim hætti, að grafin voru neðanjarðargöng í gegnum hæðina vestan við vatnið. En verkinu miðaði of seint. Á meðan á því stóð, náði vatnið há- markinu og eitt jökulhlaupið ennþá beljaði niður yfir Simadalinn sumarið 1896. 1899 var verkinu lokið, og síðan hafði Demmevatn afrennsli gegnum undirgöngin, og yfirborð þess var stöðugt í 78,6 m. hæð yfir lægsta botn — 23,9 m. lægra en hámark þess var áður. Verkfræðingarnir höfðu reiknað rétt, nú komu engin hlaup og menn bjuggust ekki við fleirum. Bændurnir í Simadalnum áttu sér nú einskis ills von og ræktuðu aftur land sitt, sem eyðst hafði í fyrri hlaupum. — En samt dundu ósköpin yfir 10. ágúst síðastlið- ið sumar. Hreinn ís hefur eðlisþyngdina 0,91. Ef ísveggur á að stífla vatn, verður hann því að vera a. m. k. 1,1 sinnum hærri en vatnið er djúpt, annars flýtur hann upp. Þegar Demmevatn gat orðið 102,5 m. djúpt, hefði jökullinn þurft að vera a. m. k. 112,75 m. hár, til þess að stífla fyrir það, ef hann væri úr hreinum ís. En í jökulís er alltaf allmikið loft, svo að eðlisþyngd hans mun vera nokkuð minni en eðlisþyngd glærs íss, og verður jökullinn þá að vera þeim mun hærri. Sandur og grjót myndi aftur á móti þyngja jökulinn, en Rembesdalsskákin er ekki menguð af slíku, svo að neinu muni,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.