Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111III li 1111111111II1111111111 ■ 11111II i II111111111111111111111111 ■ 111111II1111111111111II111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111II1111 Af þessu er auðsætt, að lækkun (þynning) jökulsins getur valdið jökulhlaupi, ekki síður en hækkun vatnsyfirborðsins. Og þannig er því einmitt farið um síðasta hlaupið úr Demmevatni. í Noregi — eins og á íslandi — hefur mjög borið á því, að jöklar hafi minnkað á síðustu áratugum. Um miðjá síðustu öld náði t. d. Rembesdals- skákin alla leið niður í mitt Rembesdalsvatn (sjá kortið), en nií hefur hún hörfað svo, að dálítil landræma liggur milli vatnsins og skákarendans. Náttúrlega hefir jökullinn þynnzt að sama skapi, sennilega um 26 m., þar sem hann stíflar fyrir Demmevatn — segir H. Rosendahl — og þessi lækkun munaði því, að jökullinn hætti nú að vera þess megnugur að stífla vatnið. Eftir sólbráð júlímánaðar í sumar tók hann að fljóta upp, og óðar en glufa varð milli hans og bergsins, sem hann hvílir á, var þar komin útrás fyrir vatnið. Undir eins og tók að halla undan, óx þrýstingurinn á vatn- inu og það sprengdi sér göng undir og gegnum jökulinn — jökul- hlaupið hófst. Pegar lækkaði í vatninu, hefði vel mátt ætla, að jökullinn hefði aftur lagzt niður á sitt gamla undirlag, bergið, og kæft hlaupið þannig í fæðingunni, rétt eins og öryggisventill á gufukatli sleppir aðeins út mátulega mikilli gufu, til þess að þrýstingurinn í katlin- um haldist innan vissra takmarka. Pannig hefur líka oft farið í fyrri hlaupum, t. d. 1893. Vatnið tæmist þá aðeins til hálfs eða einungis lækkar í því. En þegar vatnsstæðið tæmist alveg, eins og varð í sumar, verður að ætla, að fyrsta hlaupgusan, sem sleppur út, áður en yfirborð vatnsins lækkar að nokkrum mun, ryðji sér einhver göng, sem ekki geti pressazt saman undir jöklinum, á mótunum milli bergs og íss; eða að öðrum kosti, að jökullinn springi svo um leið og hann lyftist, að vatnið fái útrás gegnum sprungur í honum. H. Rosendahl telur, að jökullón geti tæmzt með þrennu móti: I. Vatnið fær nóga útrás gegnum sprungur í jöklinum eða undir honum, áður það nái hámarks-hæð. F>á verður ekkert hlaup. II. Vatnið hækkar upp í hámark, jökullinn lyftist (og hlaupgusa kemur), en sígur aftur og lokar fyrir útrásina, þegar vatnsyfirborð- ið hefur lækkað. III. Vatnið kemst í hámarks-hæð, lyftir jöklinum og tæmist í botn. Stórhlaup, eins og í sumar. Á vaxtartímabilum jökla eru þeir á meiri hreyfingu en þegar þeir standa í stað eða minnka, og þessvegna meira sprungnir og þá um leið miður vatnsheldir. Fyrri helmingur 19. aldar er talinn hafá

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.