Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1MIIII1111111111IIIII lllllllllllllllllll II lllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIII llllllllllllll IIIIIIIII llllllllllllllll III Seinna hlaupið var meira en fyrra hlaupið, en þó ekki nærri eins mikið og síðasta hlaup 1929, að sögn gamalla manna í Biskups- tungum. Öll þessi hlaup hafa orðið með svipuðum hætti, þannig, að smáhækkaði í vatninu unz jökulstíflan sprakk. Ekki er vitað með vissu, að önnur jökulhlaup hafi komið í Tungufljót en þessi þrjú. í jarðabók Árna Magnússonar (Kaupmh. 1920, 2. bindi 2. hefti bls. 302) er að vísu getið um skemmdir á jörðinni Vatnsleysu í Bisk- upstungum af völdum flóða í Tungufljóti, en óvíst er, hvort þar er um jökulhlaup að ræða. Eftir 1902 liðu 10 ár, áður jökulendinn, sem brotnaðí framan af, næði aftur upp að Fagradalsfjalli og stíflaði fyrir vatnið. Allan þann tíma hafði Hagavatn stöðugt afrennsli meðfram jökuljaðrinum. En svo skreið jökullinn aftur upp að fjallinu, og upp frá því hækkaði vatnið í 27 ár, þangað til stíflan sprakk sumarið 1929. t>ar sem að- eins liðu 16 ár milli hlaupanna 1884 og 1902, mætti ætla, að af- rennsli Hagavatns, sem byrjaði með hlaupinu 1884, hafi stíflazt strax veturinn eftir eða fáum árum seinna. Eftir þessu að dæma er aftur von á hlaupi um 17 árum eftir að útrás Hagavatns stíflast næst, ef skriðjökullinn heldur sömu f>ykkt og áður. Sé hann að þynnast — eins og líklegt er, eftir reynslu síðustu áratuga um aðra betur kunna skriðjökla — verður biðin styttri, því að þá lækkar um leið hámark vatnsborðsins. Pví miður er mér ókunnugt um, hvort afrennsli Hagavatns hefur stíflast aftur eftir 1929, eða hvort þar er ennþá opið skarð. Kort herfr. danska nær ekki yfir nema lítinn hluta Hagavatns. Á Geysiskostinu sést aðeins suðurendi þess og nokkur hluti Fagra- dalsfjalls. í Fagradalsfjall er djúpt skarð, sem skiptir fjallinu nærri í tvennt. Þetta skarð er næst dýpsta skarðið út úr Hagavatnslægð- inni, og því lokar enginn skriðjökull. Fyrnefndir heimildarmenn mínir sáu merki þess, að einhvern tíma hefði Hagavatn haft af- rennsli gegnum þetta skarð. Þá hlýtur skriðjökullinn að hafa verið mun hærri en hann hefur verið síðustu áratugi. Eftir hæðarlínunum á korti herfr. að dæma, eru vatnaskilin (það- an sem hallar í báðar áttir) í skarðinu í Fagradalsfjalli innan 100 m. frá suðurströnd Hagavatns, og þaðan hallar skarðinu allbratt til landsuðurs frá vatninu. Hér lítur út fyrir, að vel hagi til að ræsa vatnið fram á sama hátt og Demmevatn í Harðangri, og væri það öruggt ráð, til þess að koma í veg fyrir fleiri jökulhlaup í Tungu- fljóti. Kortið er ekki svo nákvæmt, að hægt sé að segja nákvæm- lega um, hvað framræslugöngin þyrftu að vera !öpg. Aðeins svo

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.