Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGtJRINN 111111111111K11 ■ 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 111111111111111111111111111111111111111111111 Álftaveiðar á íslandi. Náttúrufræðingnum hafa borizt tvær eftirfarandi greinar um álftaveiðar hér á landi, og þakkar hann sendendunum fyr- ir þær. í 4. hefti Náttúrufræðingsins 7. árg. er getið um það, að sagt sé að svanir falli stundum til jarðar ef þeir heyra org. Þegar ég var barn að aldri, norður í Skagafirði, bjó á Brúna- stöðum Jóhann P. Pétursson, dannebrogsmaður, merkur maður og sannorður. Sagði hann mér að hann hefði »argað niður« álftir. Kvað hann álftir stundum verða svo magndofa af hræðslu, ef þær óvænt heyrðu há org, að þær eins og mistu flugið og féllu til jarðar. Væri þá hægt að taka þær. Ég efast ekki um að Jóhann hefur sagt þetta satt, en um almenna veiðiaðferð mun ekki hafa verið að ræða á þennan hátt. Þorsteinn Jónsson frá Mælifelli. Grein yðar „Álftarveiðar á íslandi", sem birtist í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, gefur mér tilefni að greina yður frá eftirf arandi: Fyrir mörgum árum var ég, sem oftar, í göngum á Víðidalstunguheiði. Ég var þá 15 eða 16 ára. Þá var það morg un einn, er ég, ásamt öðrum manni, sem var fullorðinn, vor- um að fara af stað til þess að smala, að við sjáum stóran álfta hóp. Maðurinn, sem með mér var, segir þá eitthvað á þá leið, að við skyldum reyna að arga álftirnar niður og veiða þær. Samstundis fórum við að öskra svo sem rödd okkar frekast leyfði, og ekki munu þau hljóð hafa verið fagurleg. En hvað skeði? — Jú, álftirnar görguðu, sem mest þær máttu og hertu flugið; en allmikið hik og fum kom á þær sumar. Álftirnar flugu sína leið, en við vorum vonsviknir og sneyptir yfir, hve veiðibrella okkar varð árangurslaus. En í álftahóffaum voru fullorðnar álftir, og þegar hik kom á ungana við óhljóðin í okk- ur félögum, görguðu þær sem mest þær máttu, og hafa eflaust á þann hátt forðað ungum sínum frá bráðum bana. Reynsla þeirra hefir kennt þeim, að öruggast væri að láta vængina bera sig burtu frá öllu því, er tortryggilegt væri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.