Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 41
NÁTTURUFRÆÐIHGURÍNlSÍ 85 ..................iiiii.......iiiiiii........ Við félagar fórum svo hvor sína leið, og smöluðum tii kvölds. En þenna sama dag náði félagi minn tveimur álftar- ungum með fyrrnefndri veiðiaðferð. Hefir það eflaust orðið honum nokkur uppbót á, hversu hafði tekizt um morguninn. Haustið eftir, að mig minnir, var ég í göngum á sömu slóðum. Kom mér þá í hug brask okkar félaga frá haustinu áður. Vildi ég nú reyna, hvort mér yrði ekki unnt að ná ein- hverjum árangri með fyrrnefndri veiðiaðferð. Með mér var hundur, stór og duglegur, og átti ég hann vísan til liðsinnis, ef til atlögu kæmi. Loks sá ég álftahóp, sem mér sýndist lík- legur til þess að láta að orgi mínu. Ég byrjaði þegar að beita rödd minni og gera hana svo tröllslega, sem mér var frekast unnt. Og — ein álftin settist. Kolur, en svo hét hundurinn, var þá ekki lengi á sér og rauk til álftarinnar og hófst þegar með þeim hinn grimmasti bardagi. Og þegar ég kom að þeim, var álftin yfirbuguð og var í dauðateygjunum. Síðan hefi ég ekki reynt þessa veiðiaðferð, og raunar ekki heldur aðrar, því að viðureign hundsins og álftarinnar og dauðakvalir hennar varð mér eftirminnilegri og átakanlegri en svo, að mér, með mitt litla veiðimannshjarta, væri ekki nóg boðið. Auk þess sem ég mun þá ekki hafa hugsað út í, að með þessu var ég einnig að gerast lögbrjótur. Ég veit ekki um fleiri dæmi þess, að álftir hafi verið veidd- ar með þessari veiðiaðferð. Að sjálfsögðu eru það aðeins ung- arnir, sem láta þannig að orgi mannsins. Því að hvorttveggja er, að lífsreynsla þeirra er minni og auk þess má eflaust gera ráð fyrir, að vanmáttarkennd byrjandans í flugi eigi hér nokk- urn þátt í: hann treystir sér ekki til að forðast org þetta, sem gerir hann þó hræddan. Og gera má ráð fyrir, að hræðslan trufli ungann svo mikið, að flugtök hans verði óvissai’i, hann missir vald yfir fluginu og fellur til jarðar. Og þegar hann sér óvininn koma, hefur hræðslan gripið hann þeim heljai'tökum, að hann hefur ekki þrótt til þess að hefja sig til flugs aftur. En hann beitir þá vængjunum á óvininn og gefur með þeim þung högg. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka yður fyrir Náttúru- fræðinginn. Hann flytur margt fróðlegt og skemmtilegt, og er hið ágætasta rit, sem á skilið mikla útbreiðslu. Virðingai’fyllst, Aðalsteinn Teitsson, frá Víðidalstungu. 3*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.