Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 42
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINI'Í
iiiiiKiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimcicciiiiicimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii
Geislamagn og sólskin.
i.
Geislaorka sólarinnar er frumorsök allra veðrabrigða, sem
verða hér á jörðu. Loftið hlýnar mest á þeim svæðum jarðar-
innar, sem mestrar njóta sólar. Af því myndast loftstraumar.
Á mótum hlýrra og kaldra loftstrauma vekjast öldur, sem
valda stormum og úrfelli þar sem þær fara yfir. Fyrir orku sól-
arinnar gufar upp vatn frá höfum og votlendi, myndar ský í
loftinu og síðan úrkomu. Af úrkomunni myndast elfur, sem oft
falla frá hálendi með miklum straumþunga. Þar kemur aftur í
ljós nokkuð af þeirri orku, sem fór til þess að breyta fljótandi
vatni í loftkennt og lyfta því mörg þúsund metra frá jörðu.
Hitaorka sú, sem berst frá sólunni að yztu takmörkum loft-
hjúps jarðarinnar, eru tæpar 2 hitaeiningar á hvern □ senti-
metra á mínútu. En af þessu hitamagni telst svo til, að einungis
tæpur helmingur nái beina leið að yfirborði jarðar. Hinn helm-
ingur orkunnar fer sumpart til þess að hita lofthjúpinn, sum-
part dreifist hún og endurvarpast út í geiminn.
Því bylgjustyttri sem geislarnir eru, því meir dreifast þeir
og rýrna á leið sinni gegnum loftið. Bláleitu og fjólubláu geisl-
arnir stranda mest á rykögnum eða sjálfum sameindum loftsins
og kastast í allar áttir. Loftið lýsir því með bláleitum lit (him-
inbláminn), en sólarljósið, sem nær til jarðar er ögn gulleitt af
því að nokkuð vantar í það af bláum geislum, til þess að það
verði alveg hvítt. Því lægra sem sólin er á lofti, því meira miss-
ist af bláleitum geislum, svo að þeir rauðleitu geta orðið yfir-
gnæfandi, og sólin eða sólarljósið sýnist rauðgult eða blóðrautt.
Þannig myndast kveld og morgunroði.
Hve mikill hluti af geislamagni sólarinnar nær beint til
jarðar, fer mjög eftir tærleika loftsins og sólarhæð. Ef sólin
er í hvirfildepli og loftið mjög tært, getur um 80% af öllu
geislamagninu náð alla leið til jarðar, en venjulega verður það
í reyndinni miklu minna. Eftirfarandi tafla sýnir þetta nánar.
Taflan sýnir t. d., að þegar sólin er 30° yfir hafsbrún ná
70% af geislamagni sólarinnar til jarðar, þegar loftið er mjög
tært. Því meira sem er af ryki og raka í loftinu, því minna verð-
ur geislamagnið, sem nær til jarðar. Yfir stórborgum verður