Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 i iii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iii Mimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiimmiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii Um útbreiðslu dýranna á jörðunni. I. Inngangsorð. Við getum tekið undir með skáldinu og sagt: ,,Söm er hún Esja, samur er Keilir, eins er Skjaldbreið og á Ingólfs dög- um“. Þetta lætur nærri sanni, þó er það tæplega rétt, því alltaf er landið okkar að breytast, sumstaðar sverfur tímans tönn, en á öðrum stöðum byggja aldirnar upp. Sú breyting hefur þó orðið mest, að maðurinn hélt innreið sína, því hver er ekki mun- urinn á íslandi nú, eða var áður en maðurinn kom til sögunn- ar. Þótt maðurinn telji sig öllum dýrum æðri, þá er hann nú samt aðeins ein af þeirn mörgu lifandi verum, sem jörðina byggja, og í einu og öllu háður sömu lögmálum og sörnu skyldum og þær. Á vorum dögum er svo langt komið ríki hans, að hann hefur svo að segja lagt undir sig allan heiminn, mannlegar verur byggja nú lönd, sem eru mörgum þúsundum kílómetra frá þeirri jarð- nesku paradís, þar sem vagga mannkynsins stóð. En að þessu leyti stendur maðurinn engu framar en fjöldinn allur af öðrum lífrænum verum, eins og síðar mun verða sýnt fram á. Engum dylst sú staðreynd, að mikill munur er á auðlegð lífs- ins á jörð vorri, eftir því, um hvaða stað er að ræða, eftir því hvaða skilyrði umhverfið býður tegundinni. Má því með sanni segja, að dýraheimurinn, eins og hann er nú, sé harla mismun- andi í mismunandi löndum, tegundunum er mjög misjafnt dreift um jörðina. I fyrsta lagi er mergð dýranna harla mismun- andi á ýmsum stöðum. í heimskautalöndunum, eða í háfjöllun- um í Asíu, þar sem snjórinn þekur jörðina allan ársins hring, er dýralífið mjög svo fáskrúðugt, en á hin bóginn eru t. d. frum- skógar Brazilíu svo að segja úandi og grúandi af óteljandi dýrategundum, og óteljandi fjölda einstaklinga innan hverr- ar tegundar. Sama máli er að gegna um höf jarðarinnar. Þar er vanalega mjög auðugt dýralíf við strendur landanna, og í efstu lögum sjávarins, en niðri í hafdjúpinu mikla, þar sem ljóssins nýtur ekki við, eða á botni úthafanna, er um sárfáar dýrateg- undir að ræða, og frekar takmarkaðan fjölda hverrar tegund- ar, að minnsta kosti meðal æðri dýranna. Sumar ættir, ættkvíslir eða jafnvel tegundir dýra, eiga heima um svo að segja allan heiminn, á útlendu máli eru slíkar tegundir eða ættir nefndar kosmopolitar, við getum nefnt þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.