Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47 .......................imiiiiiiii.... en Evrópumenn komu til sögunnar lifði fugl þessi á hunangi, berjum, skordýralirfum og ýmsu öðru, sem náttúran hafði að bjóða. Þegar kvikfjárræktin hófst í þessu landi, komst fuglinn upp á að eta kjötleifar, og fór síðan meir og meir að leggja sig eftir kjöti, og segja skilið við rétti þá, sem hann hafði lifað við í aldaraðir, og nú er svo komið, að hann er orðinn argasti ,,rán- fugl“, sem leggst á lifandi fé. Ýmislegt annað í mataræði dýranna en einmitt fæðuvalið sjálft getur haft örlagaþrungin áhrif á landvinninga þeirra. Þannig geta mörg dýr soltið lengri eða skemmri tíma, þegar fæðuskort ber að dyrum, og hjá sumum er sultur eða hvíld eða hvorttveggja orðin regla á erfiðasta tíma ársins. Þessi dýr leggj- ast í fullkominn dvala, vetrardvala í heimskautalöndunum og víðar, þar sem kalt er, en sumardvala í þurrkatíma heitu land- anna. Þá eru til dýr, sem geta boðið óhagstæðnm kjörum birg- inn á annan hátt, með því að íklæðast sérstöku gerfi, eins og títt er um mörg lægri dýr, ekki sízt frumdýr, sem lifa í pollum og síkjum. Um marga orma og ýms krabbadýr myndast til dæmis skurn, sem verndar dýrið gegn ofþornun eða öðrum hætt- um á meðan óhagstæð kjör vofa yfir. Frh. Ritfregnir. Giinter Timmermann: Die Vögel Islands. Erster Teil, 1. Hálfte. 109 síður, 9 myndir. Vísindafélag íslendinga (Societas Scientiarum Islandica) XXI. Reykjavík 1938. Þetta er fyrsta hefti fyrirhugaðs rits um íslenzka fugla. Höf. dvaldi fyrst hér á landi 1932—33, en síðan 1934 hefir hann verið búsettur í Reykjavík sem ræðismaður Þjóðverja. Auk embættisstarfa sinna hefir hann fengizt mikið við fugla- rannsóknir, og á ferðalögum sínum hér á landi hefir hann safn- að miklum gögnum um íslenzka fugla, útbreiðslu þeirra og lifnaðarhætti. Hafa þegar birzt eftir hann margar tímarits- greinar um þessar rannsóknir hans. Auk þess hefir hann með

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.