Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
11
4. Hettusöngvari (Sylvia atricapilla atricapilla (L)).
3. júlí 1939 fannst fuglsrytja við Salthöfða hjá Fagurhóls-
mýri í Öræfum, sem Magnúsi Björnssyni cand. phil. var send
af Sigurði Björnssyni, Kvískerjum í Öræfum. Þetta reyndist
vera hettusöngvari, annaðhvort kvenfugl eða ungur fugl, því
hann var með rauðbrúnan koll, en á fullorðnum karlfuglum er
kollurinn svartur. Þetta er fyrsti fugl þessarar tegundar, sem
vart hefir orðið við hér á landi. Hann er nú geymdur á Náttúru-
gripasafninu í Reykjavík.
4. mynd. Ilettusöngvari (Sylvia atricapilla atricapilla). Karlfug'l og kven-
fugl, karlfuglinn nær á myndinni. (T. A. Coward: The Birds of
the British Isles etc.)
12. okt. 1939 sá Þorsteinn Einarsson kennari í Vestmanna-
eyjum 3 fugla þessarar tegundar þar á staðnum. Voru það 2
karlfuglar (með svartan koll) og 1 kvenfugl eða ungur fugl
(með rauðbrúnan koll). Samkvæmt frásögn Þorsteins voru þeir
þar innan um steindepla og þúfutittlinga. Þeir voru kvikir í öll-
um hreyfingum, og flugu stundum snögglega beint upp í loftið
og héldu sér flögrandi kyrrum í ca. 1 m hæð, og létu sig svo
detta lóðrétt niður 1 hjartaarfabrúska í kringum beinaverk-
smiðjuna þar í bænum. Lýsing Þorsteins á fuglunum tekur af all-
an vafa um það, hvaða tegund þetta hefir verið. 17. okt. 1939
fannst svo einn hettusöngvari dauður í garði í Vestmannaeyj-