Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 um. Að sögn hefir hún einnig náðst í sitt hvort skiptið á Madeira og Azoreyjum. Talið er, að á Vestur-Indíum sé önnur undirteg- und (Charadrius vociferus rubidus), sem sé þar staðfugl. Skræklóan verpir á bersvæði í nánd við ár, vötn og tjarnir eða sjávarstrendur (sjaldnar), en þó oft alllangt frá vatni. Hreiðrið er í allskonar graslendi, ræktuðu og óræktuðu, og á ökrum, en þó aldrei hulið gróðri, oft og tíðum einnig á gróður- lausum eða gróðurlitlum melum o. s. frv. Hreiðrið er aðeins grunn laut, stundum lauslega fóðruð innan með nokkrum gras- stráum og stönglum. Oft er smásteinum, skeljum eða skelja- brotum, viðar- eða stöngulbútum og ýmsu öðru raðað í kring- um hreiðrið og jafnvel í hreiðurlautina sjálfa. Eggin eru 4, ým- islega gulleit með dökkbrúnum eða svörtum blettum og dílum. Foreldrarnir skiptast á um að liggja á eggjunum. Ungarnir yfirgefa hreiðrið strax og þeir eru þurrir, en foreldrarnir sýna þeim mikla umönnun, meðan þeir eru ungir. Útungunartíminn er 24—28 dagar. Fæða skræklóunnar eru allskonar skordýr, köngulær, ormar, sniglar og fleiri lægri dýr, og svo eitthvað fræ ýmsra jurta. Hún gerir mikið gagn með því að eyða ýms- um skaðsemdardýrum. Skræklóan er mjög hávaðasöm og hljóðin, sem hún gefur frá sér, eru mjög margbreytileg. Algengasta hljóðið tákna Ame- ríkumenn með kill-deé kill-deé, en af því er ameríska tegundar- nafnið dregið (sbr. einnig latneska tegundarnafnið og íslenzka nafnið). Hún er talin vera einhver útbreiddasti og þekktasti vaðfugl Norður-Ameríku, en vegna litarins og háværðarinnar er hún mjög áberandi. Hvað það og ýmislegt fleira snertir, lík- ist hún einna mest vepjunni í Evrópu. Amerískur fuglafræð- ingur hefir komizt svo að orði, að þessi kviki og háværi fugl sé kunnur næstum því hverjum einasta íbúa Bandaríkjanna. 7. Lltll hrossagaukur (Límnocryptes minimus (Brunn.)). Fugl þessi fannst dauður í Vestmannaeyjum 22. des. 1938. Haminn af honum hefi ég fengið til athugunar frá Þorsteini Einarssyni kennara. Litli hrossagaukurinn hefir aldrei sézt hér á landi áður, en þar sem hans þegar hefir verið minnzt í Nátt- úrufræðingnum,3) verður hans ekki nánar getið hér. 1) Finnur Guðmundsson: Nýr fugl. Náttúrufr., IX. árg., 1939, bls. 44—45. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.