Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 28
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ir miðjan apríl 1939 hafi sézt bókfinka í nokkra daga á Lamba- vatni. Segir Eyjólfur, að hún hafi verið spök, og hafi því vel verið hægt að athuga hana, svo enginn vafi sé, hvaða fugl það hafi verið. I bréfi til Árna Friðrikssonar mag. scient., dags. 20. 1. 1940, skýrir Sigurður Arason á Fagurhólsmýri í Öræfum frá því, að í apríl 1939 hafi verið þar fugl í nokkra daga, sem hann lýsir þannig: „Fremur lítill en allbústinn, á stærð við steindepil eða litlu stærri. Grár á baki, en rauðbrúnn á bringunni, vængirnir með hvítum blettum. Höfuðið fagurblátt niður á háls, nema of- an við nefrótina var svartur blettur, sem náði á að gizka miðja vegu upp að augum. Fætur og nef gult. Nefið ca. 1 cm á lengd, sívalt“. Hér getur ekki hafa verið um annan fugl að ræða en bókfinku (karlfugl). Lýsingin tekur af allan vafa um það. 5. Fjallafinka (Fringilla montifringilla L.). 10. okt. 1938 skaut Kristján Geirmundsson fullorðinn karl- fugl þessarar tegundar á Húsavík við Skjálfanda. Hafði fugl- inn verið í fjörunni skammt frá laug, sem þar er. Önnur fjallafinka sást hjá Kvískerjum í Öræfum 10. nóv. 1938 (samkv. uppl. í bréfi frá Sig. Björnssyni, Kvískerjum, til cand. phil. Magnúsar Björnssonar, dags. 24. 11. 1938). Um hana hefir þegar verið getið í Skýrslu Náttúrufræðifélagsins,1) en þar er talið, að hún hafi sézt 17. nóv., en á að vera 10. nóv. 6. Norræni fuglakóngur (Regulus regulus (L.)). (Regulus regulus (? regulus (L.))). Karlfugl þessarar tegundar hefi ég fengið frá Benedikt Sig- urðssyni, Flatey á Mýrum, A.-Skaft. Fuglinn fannst þar með litlu lífsmarki 7. okt. 1939. Því miður verður ekki skorið úr því með vissu, hvort fuglinn tilheyrir undirtegund þeirri (Regulus r. regulus (L.)), sem heima á í Skandinavíu og annars staðar á meginlandi Evrópu, enda þótt mestar líkur séu til þess, að sú undirtegund slæðist hingað til lands. Má í því sambandi benda á það, að norrænir fuglakóngar, sem náðst hafa á Fær- 1) Bjarni Sæmundsson: Nýjungar úr dýraríki íslands. Skýrsla um hið íslenzka Náttúrufræðifélag. Félagsárin 1937 og 1938.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.