Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 34
26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
undanfarin ár. í okt. 1939 sá hann 8 í hóp, og er það mesti
fjöldi, sem sézt hefir þar í einu.
Þinganes í Hornafirði. 13. jan. 1939 fannst þar dauður hegri.
Var það ungur fugl, og var hann með merki (05664) frá
Zool. Museum, Oslo, á öðrum fætinum. Kom í ljós, að hann
hafði verið merktur sem ungi 15. júní 1938 hjá Nátlands-
vatni (Birkeland, Eigersund) á Rogalandi í Noregi.1)
Vestmannaeyjar (heimildarm. Þorsteinn Einarsson).
1938: 18. nóv. sáust þar 3 hegrar og 2. des. 1.
1939: 12. sept. sást þar 1 hegri, 19. nóv. 1 og 1. des. 1.
Þorsteinn getur þess, að hann hafi náð 3 hegrum, og hafi
þeir allir verið óþroskaðir ungfuglar.
15. Skutulönd (Nyroca ferina L.).
1 bréfi til Dr. Bjarna Sæmundssonar, dags. 9. 12. 1938, skýr-
ir Ragnar Sigfinnsson frá því, að hann hafi vorið 1938 séð skut-
ulönd hjá Grímsstöðum við Mývatn. Fuglinn, sem var steggur,
sást tvisvar, 28. apríl og 15. maí, og var hann í bæði skiptin í
fylgd með duggöndum. Virtist hann aðallega halda við ein viss
hjón. í bréfinu lýsir Ragnar fuglinum og háttum hans á þann
veg, að ekki er um að villast, að um þessa tegund hefir verið
að ræða.
16. Hringdúfa (Columba palumbus palumbus L.).
15. ágúst 1939 sá Kristján Geirmundsson hringdúfu í trjá-
garðinum við kirkjuna á Akureyri. Álítur Kristján, að hún muni
hafa sézt nálægt Gróðrarstöðinni þar snemma í júlí. Var hún
að flækjast á Akureyri þangað til síðast í sept., og hélt hún mest
til í kornökrum Ræktunarfélagsins og svo í Gróðrarstöðinni
sjálfri.
6. júní 1939 sá Þorsteinn Einarsson hringdúfu í Vestmanna-
eyjum. Hafði hún þar nokkurra daga viðdvöl. Sótti hún mikið í
nýplantaða kálmetisgarða og þótti þar illur gestur.
17. Turtildúfa (Streptopelia turtur turtur (L.)).
16. ágúst 1939 sást óþekktur fugl skammt frá bænum Efri-
1) Magnús Björnsson: Fuglamerkingar V.—VII. ár. Skýrsla um hið ís-
lenzka Náttúrufræðisfélag. Félagsárin 1937 og 1938.