Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 44
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGUKINN Það var því næsta undarlegt, að um leið og Thoroddsen hætti rannsóknum sínum skyldi doktor Helgi Péturss, sem þá var stúd- ent, „kollvarpa“ skoðunum hans um myndun landsins, enda viður- kenndi Thoroddsen aldrei niðurstöður dr. Helga nema að nokkru leyti, og er ekki laust við að mönnum hafi þótt það blettur á minn- ingu þess mikla fræðimanns. En síðari jarðfræðingar hafa hallazt að aðalniðurstöðum dr. Helga, og mér er ekki kupnugt um, að nokkur hafi andmælt þeim upp á síðkastið. Skoðanir Thoroddsens um myndun landsins voru í aðaldráttum þessar: Elzta myndun landsins er tertier basaltskjöldur yfir 3000 m þykkur, sem sennilega náði upphaflega á milli Grænlands og Skotlands. En á pliocen eða fyrr brotnaði þessi skjöldur og part- arnir missigu á ýmsa lund. Urðu um það leyti geysileg öskugos, sem auk fleiri þýðingarminni krafta leiddu til hinnar miklu móbergs- myndunar. Ofan á móbergið hlóðst síðan 3—400 m þykk grágrýtis- myndun, hið eldra grágrýti. Landið brotnaði enn og misseig, og þá skapaðist í stórum dráttum hið núverandi landslag. Allt þetta gerð- ist fyrir ísöld, eða réttara sagt hinar kvarteru ísaldir. Starf ís- aldarjöklanna var því aðallega í því fólgið, að fægja og hefla lög- un landsins, enda þótt gera mætti ráð fyrir að hefiltönnin hafi víða gengið djúpt. En 1899 fann dr. Helgi Péturss ótvíræðar jökulurðir inni á milli grágrýtislaganna og í móberginu og dró af þeim fundi þá nær- liggjandi ályktun, að móbergið og grágrýtið, og þar með núver- andi landslag, væri að öllu leyti myndað á hinum kvartera ísaldar- tíma, þar eð ekki var vitað um að ísöld hefði neins staðar orðið á tertiera tímanum. Einnig fann hann, að efstu 3—400 metrarnir í hinum „tertieru“ basaltfjöllum voru úr samskonar grágrýti og það, er hvílir ofan á móberginu, og einnig í þessum fjöllum fann hann jökulurðir inni á milli grágrýtislaganna. En í fyrstu sá dr. Helgi sig þó knúðan til að álykta, að þessar síðarnefndu jökulurðir gætu ekki verið frá hinum kvarteru ísöldum vegna þess, að þær hlutu að vera eldri en hin pliocenu skeljalög á Tjörnesi. Síðar veik hann þó frá þeirri skoðun, og sú almennt viðurkennda niðurstaða af hans rannsóknum varð þá sú, að efri hluti hinna ,,tertieru“ basalt- fjalla væri kvarter, og því allir hinir löngu og djúpu dalir norðan- lands fyrst orðnir til á ísaldartímanum. Þetta þýddi hinsvegar, að starf jöklanna hefði verið margfalt meira en áður var álitið og yfirleitt, að þeir kraftar, sem breyta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.