Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 48
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hafi staðið í óbreyttri hæð, eða því sem næst, margfalt lengri tíma en liðinn er frá lokum ísaldar til vorra daga. Það mætti nú segja, að hér sé eingöngu um að ræða kyrrstöðu jökulsins, er hann var að dvína í lok ísaldar, en ég tel miklu senni- legra að um sjálfstæða ísöld sé að ræða og finnist þannig merki tveggja ísalda í dölunum, enda er það í samræmi við ísaldarmenja- fundinn í Víðidalnum, og þar sem sýnt er, að mesta ísöldin hafi ekki gert meir en að fylla dalina, verður að búast við menjum síðustu ísaldar í miðjum hlíðum og er þá ekki um annað að ræða en umgetna stalla og gil. Þar sem fyrsta ísöldin var á Norður- löndum minni en sú mesta, hefir hin síðarnefnda vafalaust sópað burt flestum menjum hennar og er því ekki að furða þótt þær hafi enn ekki fundist hér eftir svo stutta leit. Ýmislegt virðist benda til þess, að jöklarnir hafi gert tiltölulega lítið að því að móta landið og minna en ætla mætti. Sumir dal- irnir norðanlands, eins og Eyjafjörðurinn á köflum, hafa alls ekki hina sérkennilegu trogmynduðu lögun jökuldala, og jöklarnir hafa því ekki náð að útmá ummerkin eftir forsögu dalanna. Hið sama kemur í ljós þegar litið er á hinar ísnúnu grágrýtisdyngjur, sem víða eru á landinu. Þessar dyngjur hafa staðið af sér að minnsta kosti seinustu ísöld og halda ekki eingöngu hinni reglu- legu lögun sinni, heldur má jafnvel einnig sjá leifar af gígnum á toppi fjallanna. Þetta talar sínu máli og ég held því að skoð- anir sumra jarðfræðinga, að mörg einstæð fjöll eins og Herðu- breið, Bláfjall, Hlöðufell og fleiri séu orðin til við það, að jöklar hafi sópað burt landinu í kring, geti ekki staðist.Eins og síðar verður vikið að, hafa þessi fjöll vafalaust staðið eftir að landið seig í kringum þau. Við höfum að framan að eins talað um hið forna basaltsvæði á Mið-Norðurlandi, en færum nú út kvíarnar austur yfir móbergs- og grágrýtissvæðin milli Bárðardals og Hólsfjalla og suður í land. Grágrýtið ofan á fjöllunum norðanlands smálækkar er sunnar dregur og rennur loks yfir í grágrýtið, sem þekur öræfin norðan Hofsjökuls. Þetta grágrýti hverfur svo að mestu undir lausum ruðningi öræfanna, en sunnanlands kemur alveg samskonar grá- grýti fram í svipaðri hæð í Hreppafjöllunum eins og dr. Helgi Péturss hefir bent á. Hvað er nú eðlilegra en að gera ráð fyrir, að hér sé allsstaðar um sömu myndunina að ræða allt frá norður- strönd landsins og suður að Suðurlandsundirlendinu? Á móti því hafa ekki verið færðar fram neinar alvarlegar ástæður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.