Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 56
48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vald sett, hvort hann vill vera lúsugur eða ekki, en veggjalús- um verður ekki útrýmt, sé mikið af þeim, nema með kröftugri meðulum en almenningur hefir yfir að ráða. Dæmi eru til þess, að húseigendur í Reykjavík og Akureyri hafa ekki viljað láta vita um veggjalýs í íbúðum sínum af ótta við að geta þá ekki leigt þær. Og mörg dæmi eru um það, að minnsta kosti í Reykja- vík, að leigjendur hafi flutt veggjalýs með sér hús úr húsi í farangri sínum, vegna þess að þeim hefir þótt ófínt að láta henn- ar getið. Lengst mun þó sá hafa gengið í kæruleysi í þessum efnum, sem sendi veggjalýsnar í eldspýtnastokknum inn á heim- ili nágranna síns. En það átti sér ekki stað í höfuðstaðnum. Augljóst ætti að vera af því, sem á undan er sagt, hve nauð- synlegt er, að sett verði lög um veggjalýs og önnur skaðleg skor- dýr í húsum, svo fólk geti ekki alveg óátalið gert öðrum stór- tjón fremur í þessu efni en öðrum. Yeggjalýsnar eru þegar orðnar allt of útbreiddar hér á landi, og það þolir enga bið að þeim sé útrýmt. En það er þegar sýni- legt, að það verður ekki gert fyrr en heilbrigðisstjórn landsins tekur málið í sínar hendur og sendir kunnáttumann um landið til þess að annast útrýmingu þeirra. Almenningur getur að vísu haldið veggjalúsunum í skefjum með skordýradufti og öðrum slíkum meðulum, en útrýmingar er tæplaga að vænta, séu mikil brögð að þeim, nema með gaseitrun, en þannig hefir veggjalús- um verið fullkomlega útrýmt af nokkrum heimilum bæði í Reykjavík og uppi í sveit. Það er nauðsynlegt að hver, sem verður var við vágest þenn- an í híbýlum sínum, tilkynni það þegar í stað til þess fulltrúa heilbrigðismálanna, sem næstur er. Yanræksla í þessu efni, og slælegar varnir gegn dýrum þessum, getur orðið því valdandi, að veggjalýs verði, er tímar líða, í hverri sveit og hverjum kaupstað á Islandi. En slíkt má ekki henda. Verum á verði gegn veggjalúsum og öðrum skaðsemdardýrum og útrýmum þeim. ísland framtíðarinnar á að vera laust við þennan óþrifnað. Ferðamannalandið þarf að hafa öll hin beztu meðmæli. Geir Gígja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.