Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 72
64 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN til gosanna í Mælifellshnjúk? Og ennfremur: Var hægt að gera sér nokkra grein fyrir því, hvenær þessi gos hefðu farið fram, miðað við aldur annara bergmyndana í fjöllunum umhverfis Skagafjörð? Til þess að geta skýrt þetta að nokkru í sambandi við þau gögn, sem hér liggja fyrir, verð eg í sem styztu máli að rifja upp aðal- drætti um berglagaskipun í Skagafirði, og sem þá gildir víða um Norðurland vestan Skjálfandafljóts. Berglögunum má skipta í þrjár deildir, mjög mismunandi að aldri — þótt auðvitað sé einn- ig mismunur á aldri berglaganna innan deilda eftir afstöðu —. Berglög neðstu deildar eru langelst, og ná þau víðast upp fyrir mið fjöll, sumstaðar vantar jafnvel næstu deild ofaná, eða hún er eydd í burtu. Milli efstu berglaga neðstu deildar, og ofaná þeim, eru víða allþykk lög af móleitu móbergi, og jafnvel rauðleitur sandsteinn (Hólabirða). I þeim lög^um eru sumstaðar skóga- og jurtaleifar frá hlýindisloftslagi á þessum fyrri hluta af myndun- arsögu íslands. Ofan á þessi lög hefir svo víða hlaðizt önnur deild, sem er að mestu úr grágrýtiskenndu basalti, er nefna mætti há- fjallagrágrýti. Þótt hún sé miklu yngri en deildin fyrir neðan, er hún þó runnin áður en núverandi firðir og dalir fóru að skerast niður. Þessi deild myndar því yfirborð háfjallanna, þar sem henn- ar á annað borð gætir. Þriðju deildarinnar gætir aðeins til heiða og jökulhálendisins, hefir þar hlaðizt ofan á miðdeildina þykk myndun úr móbergi og grágrýtislögum, og er sá hlutinn langsam- lega yngstur, ekki myndaður fyrr en á jökultíma, og hefir jafnvel fengið smáviðbót af hraunum, eftir að honum lauk. Ef nú er athuguð undirstaða Mælifellshnjúks, þá heyrir öll Hamraheiðin til hinni fornu basaltmyndun. Á því tímabili, er leið, þar til nýrri berglög bættust ofan á, hafa orðið á henni nokkrir þverbrestir, frá austri til vesturs, og bergflekarnir missigið lítið eitt, en sem heild virðist hún hafa snarazt til suðurs og suðvesturs, því þannig hallar flestum hennar sérkennilegu bergpöllum. Ofaná hana hafa svo byggzt Mælifellshnjúkur að norðan en Járnhryggur er sunnar dregur. Virðist undirstaða Járnhryggs hafa lagzt mis- tækt ofan á heiðina, og í neðstu lögum hans kennir móbergs og rauðasteinsmyndana. Það eru deildaskilin milli neðstu deildar og þeirrar næstu, enda efri lög Járnhryggs með ágætum einkennum háfjallagrágrýtis. Þegar svo Mælifellshnjúkur er athugaður, sést, að norðanvert við Tröllaskarð vottar fyrir samskonar bergi í und- irstöðu hans og í Járnhrygg, þótt þar liggi það nokkru lægra, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.