Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 75
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
67
að rengja, þá verði ekki hjá því komizt að telja jökul hafa verið
meðverkandi við gosin í Mælifellshnjúk, og verður hann þá að
teljast meðal hinna tiltölulega ungu eldfjalla, er hafa gosið, og að
miklu byggzt upp á jökultíma.
Gætu þá þessi gos hafa nálgazt eða verið um það bil samtímis
umfangsmiklum eldsumbrotum, er á jökultíma hafa orðið í norð-
anverðum Skagafirði og víðar um basaltsvæði Norðurlands, en
sem hér verða ekki gerð að umtalsefni.
Það kann að þykja í mótsögn við þessa ályktun um aldur hnjúks-
ins, að eg hefi engin bein jökulmerki fundið í myndun hans, hvorki
núna steina, né leirmengun í móberginu, sem þó er mjög algengt
þar, sem eldur og ís hafa starfað saman. Þetta verður þó betur
skiljanlegt, ef gert er ráð fyrir, að áður hafi verið grafið til
beggja handa og jökulskrið því hægfara um svo geysiháan fjalls-
hrygg suður af hnjúknum. Jökullinn á gosstaðnum gat því verið
miklu hreinni en venjulega á sér stað um undirlag þess jökuls, sem
ekizt hefir langar leiðir um flatneskjur eða djúpgrafin daladrög.
Þesö vegna litlu af jökulframburði til að dreifa, sem blandazt gat
saman við uppvarp eldstöðvanna jafnóðum og jökullinn bráðnaði.
Það kynni einnig að þykja líklegt, að einhverjar menjar sæust
um bergmyndun frá gosinu beggja megin við Mælifellshnjúk, ef
hann hefði byggzt upp eftir að mótun Skagafjarðar var í aðal-
atriðum um garð gengin. Þetta er þó engan veginn svo. Er það
hvort tveggja, að engin veit hvað síðan kann að eyðast og einnig
hitt, að ef jökull hefir þá legið um þetta svæði, þá hefir rennsli
frá gosinu aðeins getað fyllt út í jökulhúsið, sem bráðnaði út frá
eldfjallinu meðan gosin fóru fram, og hefir því ekki komizt alla
leið niður til láglendis. Ef meira ryðst upp við slík jökulgos en
rúmast í jökulhuldunni eða opinu upp af gosinu, hlýtur það að
breiðast út um jökulinn sjálfan, en brotna svo síðan niður og flytj-
ast burtu í sambandi við þær breytingar, er jökulmagnið tekur og
framrás þess til sjávar.
Þótt Mælifellshnjúk beri enn hátt við himinn, er hann þó senni-
lega rústir einar af sinni upprunalegu mynd, er gosunum lauk.
Eflaust hefir jökulskrið síðari tíma tætt til muna ofan af honum
og sorfið hann utan á allar hliðar. En Skagfirðingar mega vera
þakklátir Járnhrygg og öðrum máttarvöldum, sem hafa verndað
svo hið lausbundna efni Mælifellshnjúks, að hann sakaði ekki
meira en orðið er. Hann er þó, og verður framvegis, sjálfkjörinn
til þess að vera konungurinn í ríki fjallanna kringum Skagafjörð.
5*