Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 90
82
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Alls veit ég um 222 tegundir háplantna, sem með vissu vaxa að
staðaldri á Árskógsströnd. Finnast sennilega fleiri, ef vandlega er
leitað, t. d. fram í Þorvaldsdal. Þar eru hraun (framhrun) og
nokkur giljagróður. Blágresi vex þar víða og eigi annars staðar á
Árskógsströnd. Af sjaldgæfum jurtum má nefna bláklukkulyng
(Bryanthus coeruleus), sem er algengt í fjallahlíðum og vex sum-
staðar alveg heim að túnum (Stóru-Hámundarstaðir). Kollstör
(Carex festiva) er algeng við Hrafnagil og víðar í Þorvaldsdal og
vex einnig í túnfætinum á Stóru-Hámundarstöðum. Lyngjafni
(Lycopodium annotinum) vex í Hámundarstaðahlíð, upp af Sel-
hjalla, sunnan Garnaiækjar, innan um lyng og hrís. Á sjávarbökk-
unum í Búðarmýri og við Olboga vex maríulykill (Primula stric-
ta?) í hálfdeigri mýri algróinni. Fann Davíð Sigurðsson á Stóru-
Hámundarstöðum jurtina fyrst árið 1911 á bakkanum skammt frá
bátalendingunni í Hamarsvör. Hefur jurtin breiðzt talsvert út síð-
ari, einkum meðfram kindatroðningum á sjávarbökkunum. Maríu-
lykillinn er mjög smávaxinn þarna í mýrunum og líkjast blöðin
P. siberica. Primula stricta vex annars í leirflögum hér og þar við
Eyjafjörð, t. d. á Pálmholtsásum, við Syðri-Bakka og meðfram
gömlum sýsluvegi milli Skipalóns og Dagverðareyrar og er mikið
stórvaxnari en Hámundarstaða-maríulykillinn.
G r ó ð ur skr á.
Naðurtungusettin (Ophioglossaceae):
Tung-lurt (Botrychium lunaria). Víða.
Tóugrasættin (Polypodiaceae):
Tóugras (Cystopteris fragilis). Víða.
Skjaldburkni (Polystichum lonchitis). Allvíða.
Þrílaufungur (Dryopteris Linnaeana). Krossaskriður.
Elftingaættin (Equisetaceae):
Klóelfting (Equisetum arvense). Alg.
Vallelfting (Equisetum pratense). Alg.
Mýrelfting (Equisetum palustre). Mjög alg.
Beitieski (Equisetum variegatum). Víða.
Eski (Equisetum hiemale). Hér og þar.
Fergin (Equisetum fluviatile). Víða.
Jafnaættin (Lycopodiaceae):
Skollafingur (Lycopodium selago). Víða til fjalla.
Lyngjafni (Lycopodium annotinum). Sj. Hámundarstaðahlið.
Litunarjafni (Lycopodium alpinum). Víða til fjalla.
Mosajafnaættin (Selaginellaceae):
Mosajafni (Selaginella selaginoides). Mjög alg.