Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 99

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 99
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 er undir hrauninu við Laxá og því áreiðanlega eldra en hraun- ið, meira að segja allmiklu eldra. Eins og kunnugt er var byrjað á byggingu raforkustöðvar við Laxárfossa sumarið 1938. Það sama sumar var byggt þar íbúð- arhús fyrir stöðvarstjóra og vélaverði. Það var reist spölkorn frá ánni í túnjaðri gamals eyðibýlis í landi Presthvamms. Þarna fellur áin í breiðu klettagljúfri úr Laxárdalnum niður í Aðal- dalinn, og stendur íbúðarhúsið norðanvert við gljúfrið austan árinnar. Hraunið, sem áður er getið, hefir runnið frá Mývatns- sveit norður allan Laxárdal, gegnum gljúfrið, og breiðzt því næst út yfir nær því allan Aðaldal, allt út undir sjó. Ég var svo heppinn að komast í vinnu við byggingu stöðvar- stjórahússins þegar í byrjun. Þegar við grófum fyrir grunni þess tók ég eftir því, að ofurlítið lag af hraunmylsnu var í jarð- veginum. Datt mér fyrst í hug, að þessi hraunmylsna stafaði frá því, er dregið var grjót frá ánni til húsagerðar á eyðibýli því, er ég hefi áður nefnt. En ég sannfærðist þó brátt um, að svo gat alls ekki verið, til þess var þetta hraunmylsnulag of jafnt og of víðáttumikið. Nú veitti ég því og eftirtekt, að í botni tveggja smálækja, sem koma ofan úr hálsinum spölkorn sunnan við hús- stæðið, er hraunmylsna, og þar er lagið mun þykkra. Athugaði ég nú þetta nánar, og fann ég þá, að á allstóru svæði austan ár- innar er í jarðveginum lag af hraunmylsnu. Lag þetta er þykk- ast í brekkunni þar sem gljúfrið endar, rétt niður við hraunhell- una sjálfa. Þar er það hér um bil 1 m á þykkt, og þar var það grafið upp og notað fyrir ofaníburð í veginn, sem lagður var inn í gljúfrið alla leið upp að stíflustæðinu. Ég var svo lánsam- ur að vera þarna í vinnu við að moka hraunmylsnunni á bíla. Gat ég þá sannfært mig um, að undir þessu hraunmylsnulagi var órótaður jarðvegur, og í honum er „hvíta leirlagið“ óhreyft, alveg eins og ég hafði áður séð í húsgrunninum að það var ná- lægt 10 cm neðar en hraunmylsnulagið. Þetta sama sumar grófum við vatnsleiðsluskurð frá upptök- um smálækja þeirra, er áður er getið, niður að stöðvarstjóra- húsinu. í öllum þessum skurði var hraunmylsnulagið, þykkast var það sunnan til (10—25 cm), og alstaðar voru 10—12 cm frá því niður að „hvíta leirlaginu“. Þess ber að gæta, að þarna var þurrlendismór, og moldin því algerlega fúin og laus við all- ar rætur. Frá því að öskulagið féll og þar til hraunmylsnan myndaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.