Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 107
Ttlkynning
til
útgerðarmanna
°g
skipaeigenda
-^eir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að
gera út skip á síldveiðar til söltunar næsta
sumar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegs-
nefnd tölu skipanna, tilgreina nöfn þeirra,
einkennistölu og stærð, og gefa upplýsing-
ar um hverskonar veiðarfæri (reknet, snurpu-
nót) eiga að notast til veiðanna. Ef fleiri en
eitt skip ætla að vera saman um eina herpi-
nót, óskast það tekið fram sérstaklega.
Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd
Siglufirði, fyrir 1. júní næstkomandi.
t>að athugist, að skipum, sem ekki sækja um
veiðileyfi fyrir þann tíma sem að ofan er til-
tekinn (1. júní), eða ekki fullnægja þeim regl-
um og skilyrðum, sem sett kunna að verða
um meðferð síldar um borð í skipi, verður
ekki veitt leyfi til söltunar.
S i g I u f i rjð i 12. apríl 1940
Síldarútvegsnefnd.