Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103 því verði haldið áfram. Þegar fiskirannsóknirnar við ísland hóf- ust árið 1903, hafði það hina mestu þýðingu fyrir þær að geta notið þekkingar hans á fiskveiðum landsmanna, ekki sízt þar sem hann að auki hafði vísindalega skólun, því að öðru leyti urðu rannsóknirnar að byggja allt upp frá grunni. Og Bjarni var mjög fús til þess að láta rannsóknunum þekkingu sína í té ag stuðla að því á allan hátt, að sem beztum árangri yrði náð. Ég votta honum innilegustu þökk mína fyrir hina ánægjuleg- ustu samvinnu, sem hann átti þannig sinn mikla þátt í að skapa og alla þá aðstoð, sem hann hefir látið rannsóknum mínum í té.“ Sú vinátta, sem skapaðist milli þeirra Schmidt’s og Bjarna Sæmundssonar sumar.ið 1903, hélzt meðan þeir lifðu báðir. Og Bjarni átti marga aðra vini og aðdáendur meðal samstarfs- manna sinna víðs vegar um lönd. Bjarni 'Starfaði upp frá þessu í náinni samvinnu við alþjóða hafrannsóknirnar. Á næstu árum (fram að 1910) hélt hann áfram grunnsævisrannsóknum á leigð- um mótorbát við V- og SV-land, en slíkar rannsóknir hafði ,,Thor“ byrjað annars staðar við landið, en upp úr því byrjaði hann' að rannsaka aldur á ýmsum fisktegundum og hélt því áfram fram undir 1930. Um árangur þeirra rannsókna rak hver ritgerðin aðra um langt skeið, bæði í Andvara og í „Meddelelser fra Kommissionen for Havundersögelser“. Um haustið 1923 var Bjarni Sæmundsson leystur frá kennslu- störfum við Menntaskólann, og var það meðfram fyrir áhrif vina hans í öðrum löndum. Hann gat nú í fyrsta skipti gefið sig allan að rannsóknunum, en nú var hann líka orðinn 56 ára að aldri og 29 dýrmæt ár voru að miklu horfin frá þeim verkefnum, sem hann hefði helzt kosið að fást við- Hann gerðist nú stórvirkari rithöfundur en hann hafði nokkurntíma verið áður og sneri sér jafnt að þremur viðfangsefnum. í fyrsta lagi auðnaðist honum að gefa þjóð sinni afraksturinn af löngu lífsstarfi, þar sem voru bækurnar þrjár um íslenzk dýr, Fiskarnir 1926, Spendýrin 1932, og Fuglarnir 1936. Þessar þrjár bækur eru eigi minna en 1664 bls., og þar er dregið saman í eitt allt, sem menn vissu þá um þessa dýraflokka á íslandi og í höfum þess, auk margs annars fróðleiks, sem þjóðin finnur ekki í öðrum íslenzkum bókum. Annað verkefni, sem Bjarni Sæmundsson leysti af hendi eftir 1923, voru sumpart nýjar vísindarannsóknir, sumpart áframhald eldri rannsókna. Um þetta skrifaði hann nokkrar ritgerðir á er- lend mál, en þær verða taldar í ritaskránni hér á eftir. í þriðja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.