Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 12
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lagi skrifaði hann bækur og ritgerðir á íslenzku og önnur mál og má þar af íslenzkum greinum nefna það, sem birtist í And- vara, Ægi, Náttúrufræðingnum og víðar, en af erlendum ritum má einkum nefna hina merku bók á þýzku um íslenzkar fisk- veiðar (Die Islándische Seefischerei). Það, sem meðal annars miðaði að því, að Bjarna var kleift að afkasta jafnmiklu og raun varð á af erlendum ritgerðum, var sú staðreynd, að hann var frábær málamaður og reit sjálfur frá fyrstu hendi allt, sem hann lét frá sér fara, hvort sem var á dönsku, ensku, þýzku eða frönsku. Það má ekki skiljast svo við að minnast lífsstarfs Bjarna Sæ- mundssonar, að ekki sé getið starfs hans fyrir Hið íslenzka nátt- úrufræðifélag. Hann gerðist meðlimur félagsins árið 1889 og var kosinn í stjórn þess 1895. Árið 1901 varð hann ritari þess, en settist í formannssæti 1905 og sat þar til dauðadags eða um 35 ár. Aðaltilgangurinn með stofnun Náttúrufræðifélagsins var sá að koma upp náttúrugripasafni. Þessari hugsjón hafa því stjórn- ir félagsins beitt sér fyrir og árangurinn er Náttúrugripasafnið í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Enginn einstakur maður á meira þátt í þessu safni en Bjarni Sæmundsson. Safnið og Náttúru- fræðifélagið líka var líf hans og sál. Þess vegna ætti það að vera hugljúft hlutverk íslendinga að heiðra minningu Bjarna Sæmundssonar með því að koma upp veglegu Náttúrugripasaíni undir eigin þaki. Bjarni Sæmundsson var einn af stofnendum Fiskifélags íslands 1911 og var þegar kosinn í stjórn þess. Auk þess var hann kosinn á Fiskiþing. Af stjórnarstörfum lét hann ekki fvrr en í febrúar 1940, en síðasta Fiskiþing, sem hann sat, var haldið 1932- Einnig um málefni Fiskifélagsins lét hann mikið til sín taka og átti sinn mikla skerf í ýmsum stórstígum fram- förum í sögu Fiskifélagsins. Hann vann sleitulaust að velferðar- málum fiskimannastéttarinnar, eins og kom fram meðal annars í störfum hans að sjókortunum, aðstoð hans við Faxaflóanefnd, sem síðar mun koma í ljós, og afskiptum hans af dragnótamálinu. Loks var Bjarni Sæmundsson einn af stofnendum Vísindafélags íslendinga og meðlimur þess til æviloka. Bjarni Sæmundsson var ekki mikill maður að vallarsýn, en hann hafði það við sig, að menn veittu honum athygli, þar sem hann fór. Sagan hafði valið honum sess á þeim mestu umbrota- tímum, sem yfir íslenzku þjóðina hafa gengið. Aldrei hafa þau viðfangsefni, sem Bjarni hafði helgað krafta sína, íslenzkur sjávar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.