Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 Tertíer Plíósen Míósen Ólígósen Eósen (Paleósen = elzti hluti eósens) Efri krít Daníen Senón Túrón Senóman Neðri krít Ýmsir hlutir benda til þess, að dólerítið í Skáney í Svíþjóð sé tertíert að aldri, og þá að öllum líkindum jafngamalt ösku- eða túfflögum, sem mikið er af í eósenum sævarmyndunum á Jótlandi og víðar í Danmörku. Er talið líklegt, að bæði skánska dólerítið og józka túffið hafi myndazt á sama eldsumbrotatíma- bilinu. Aldur túfflaganna er auðráðinn af steingervingunum, sem í þeim finnast, þau eru öll eósen. Á Jótlandi hafa nú fund- izt jarðmyndanir (með steingervingum) frá öllum tímabilum tertíera tímans, en gosberg eða annað storkuberg finnst þar hvergi, nema þes?i öskulög frá eósen. Er því vart hugsanlegt, að eldsumbrot hafi orðið að nokkru ráði þar nærlendis seinna á tertíer. Hreinleiki krítarmyndananna í Skáney og Danmörku sannar á sama hátt, að eldsumbrot hafi ekki átt sér stað á þess- um slóðum á ofanverðri krít. Hafi eldsumbrotin í Skáney nú raunverulega átt sér stað á eósentímabilinu — og allar líkur eru til, að svo hafi verið — hafa þau verið samtímis eldsumbrotunum á Skotlandi og Græn- landi. Að því leyti gæti skánska dólerítið kallazt útskot suðaustur úr Túle-regíóninni. En Skáney hefur samt aldrei verið neitt sannkallað basalthérað, og óhugsandi er, að basaltið þar hafi nokkurn tíma náð saman við basaltsvæðin í Norður-Atlantshafi. Þvkkar basaltspildur geta að vísu rofizt og eyðzt niður til grunna á skemmri tíma en liðinn er frá því á eósen, en niðurrif slíkrar basaltspildu hefði óhjákvæmilega látið eftir sig einhver vegs- ummerki, basalthnullunga, basaltsand e. þ. u. 1. í tertíermynd- unum Danmerkur, sem hlóðust upp á grunnsævisbotni skammt undan skánsku ströndinni. Skánsku eldsumbrotin hafa verið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.