Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 30
122
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
próvinsunni í þrengri merkingu — samt að meðtöldu Vestur-
Grænlandi. Þau lönd eða landshlutar, sem hér koma til greina,
eru því: Norður-írland, Vestur-Skotland, Færeyjar, ísland, Aust-
ur-Grænland og Vestur-Grænland.
í öllum þessum landshlutum, að undanteknum Færeyjum og
íslandi, kemur undirlag basaltmyndunarinnar í ljós út undan
basaltspildunum. Yngstu jarðmyndanir, sem basaltmyndunin
hvílir á, eru alls staðar efri krít.
II.
Basaltspildan á Norður-írlandi er sú langstærsta í Bretlands-
eyjum. Hún nær að mestu yfir héraðið Antrim og er oftast kennd
við það, en Antrim er á norðausturhorni írlands. Basaltspildan
er lág háslétta, dálítið öldótt, með hvössum, bröttum brúnum
að norðan og austan, þar sem hún liggur að sjó- Þessar brúnir
eru brotsár, mynduð við landsig, um leið og mikill hluti bas-
altsins sökk niður undir hafflöt og Norðurkanallinn varð til.
Basaltið í Antrim nær sums staðar niður að sjó, en víðast koma
krítarmyndanir fram undan jöðrum þess. Þær eru víðast hvar
grænn kvarz- og glákónítsandsteinn, kalkborinn og heldur laus
í sér, myndaður á senómantímabilinu, en yngri krítarlög finnast
þó sums staðar á mótum basalts og sandsteins.
Basaltspildurnar í Suðureyjum (Hebrides) við Skotland eru
smásmíði hjá Antrim-hásléttunni. Þær eru aðeins í þeim hluta
eyjanna, sem nefnist Innri Hebrides og á andnesjum meginlands-
ins. í Suðureyjum hvílir basaltið á margs konar myndunum og
misjöfnum að aldri, t. d. arkeískum gneis, old red sandstone
og hinum fyrrnefnda senómana grænsandi. En yngstu mynd-
anirnar, sem þar liggja undir basaltinu, eru frá senón, næst-
efstu deild krítartímans. Túrón vantar alls staðar og senónið er
mjög þunnt, hvergi meira en 3,7 m. Senóna lagið kemur bezt
fram í eynni Mull og á skaganum Morvern. Þar finnast í því
steingervingar, sem eiga heima aðeins allra efst í senón (t. d.
ígulkerið Salenia cf. geometrica og smokkurinn Belemnitella
mucronata).
í krítarlögunum finnast engin öskulög né basaltsandur, er
bendi í þá átt, að basaltgosin hafi byrjað fyrir lok krítartímans.
Yfirborð krítarinnar hefur greinilega verið nokkuð veðrað,
þegar fyrstu hraunflóðin flæddu yfir það. Harðnaður foksandur
liggur sums staðar á mótum krítar og basalts, og bendir til þess,