Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 32
124
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
jarðfræðinga á myndun annarra basaltspildna við norðanvert
Atlantshaf og í eyjum þess. T. d. taldi Þorvaldur Thoroddsen og
fleiri samtímamenn hans, að basaltmyndun íslands hefði verið
hlaðin upp að fullu löngu fyrir ísöld, og landslag meira að segja
komið í líkt horf og nú er, áður en jöklar huldu landið.
Fyrir h. u. b. 16 árum tókust tveir skozkir paleófýtólógar á
hendur að rannsaka að nýju surtarbrandsflóruna skozku. Það
voru þeir Seaward og Holttum, er vinna í þjónustu stofnunar-
innar Geological Surrvey of Scotland. Stóðu þeir miklu betur
að vígi en Heer og Gardner forðum að því leyti, að tækni til
slíkra rannsókna hefur aukizt stórum á þessari öld, auk þess,
sem nú er úr stærra safni að vinza til rannsóknar, og þróunar-
saga plönturíkisins er nú betur kunn en á dögum Heers. Kom-
ust þeir félagar að þeirri niðurstöðu, að Gardner landi þeirra
hefði haft rétt fyrir sér, flóran var eósen, ekki míósen, eins og
Heer vildi vera láta.
Skozkir jarðfræðingar, sem nú eru uppi, viðurkenna nið-
urstöðu Gardners — að því er ég bezt veit, einum rómi — og
telja basaltflóruna skozku eósena. Fyrir bragðið eru þeir nú
ekki lengur í vandræðum með að „koma fyrir“ hinu mikla svo-
nefnda preglasíala*) rofi á síðari tímabilum tertíera tímans.
Ætla menn nú helzt, að upphleðsla basaltmyndunarinnar hafi
verið um garð gengin í lok eósentímabilsins eða einhvern tíma
í ólígósen, en þá eru eftir bæði míósen og plíósen til preglasíala
rofsins (8, 20, 9, 2, 5, 10 og 7).
Á Austur-Grænlandi nær geysimikil samfelld basaltspilda frá
Scoresby-sundi sundi að firðinum Kangerdlugsuak, en bæði sunn-
ar og norðar eru smáblettir af ýmiss konar storkubergi, sem
talið er jafngamalt og skylt meginbasaltinu, á víð og dreif á
ströndinni.
Brezkur bergfræðingur, að nafni Wager, hefur manna bezt
rannsakað basaltspilduna sunnan Scoresby-sunds, en sænskir
kollegar hans (Backlund o. fl.) lengra norður. Wager gizkar á,
að þykkt basaltmyndunarinnar sé allt að því 5—6 þúsund metrar.
Við Dalton-höfða, sunnan við Sc'oresby-sund, liggja sjávar-
myndanir ofan á basaltinu. Daninn Ravn og fleiri steingervinga-
fræðingar hafa ráðið aldur þessara laga af steingervingunum, sem
*) Preglasíöl er sú myndun kölluð, sem varð á undan ísöld.