Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 52
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ofan á þessari myndun liggja hin frægu skeljalög, sem fram koma í háum bökkum á ca. 5 km löngu svæði. Þeim hallar til NV. og sér því í æ efri og yngri lög þegar farið er út með bökk- unum frá Köldukvísl til Hallbjarnarstaðakambs, og hæð bakk- anna gefur enga hugmynd um hina upphaflegu þykkt þessara jarðlaga. Guðmundi Bárðarsyni, sem með frábærri elju rannsak- aði þessa bakka hátt og lágt, taldist til, að myndunin hefði upp- haflega verið um 500 m þykk. Aldur laganna má að nokkru ráða af því, að þau og með þeim jarðskorpan á þessu svæði, hafa fengið tíma til að síga mikið og hallast, en til slíkra hreyf- inga þarf yfirleitt óralangan tíma. í öðru lagi ber það vitni um háan aldur, að skeljarnar, sem í lögunum finnast, eru oft fylltar hinum fegurstu krystöllum, sem kallaðir eru sykursteinar. Lögin hafa einnig verið lengi að myndast, ef ráða má af þykkt þeirra, en auk þess sést það á því, að aðrar skeljategundir hafa lifað, er botnlögin mynduðust, en þá, er þau efstu settust. Utan við Hallbjarnarstaðakamb, í Höskuldsvík, ganga skelja- lögin undir basaltlög, sem rekja má út að Breiðuvík. Þessi basalt- myndun hefir í fyrndinni sennilega verið allþykk, en nú standa ekki eftir af henni nema 5 eða 6 hraunlög, en flest eru all- þykk, 15—20 m. Lögin eru úr dökku, fíngerðu basalti, en sprungur og holur þess eru talsvert fylltar aðkomuefnum, zeo- lítum. Sum lögin eru sem morkin af elli og veðrun. Leiti mað- ur að sams konar basalti í fjöllum Mið-Norðurlands, t. d. hjá Ak- ureyri, er þau að finna niðri við sjó, þ. e. undir 1000—1500 m. þykkum basaltlögum. Þau eru því ein af eldri deildum basaltsins, en ekki sú yngsta, eins og sumir hafa haldið. Basaltið má, eins og sagt var, rekja út að Breiðuvík, en þar gengur það undir geysiþykk lög, sem neðan til eru óreglulegt hrúgald af hnullungum, möl, sandi og leir, en ofan til reglulega lagskiptur sjávarleir með skeljaleifum. Þessi myndun kemur ekki aðeins fram í Breiðuvík, heldur má, að frátöldum skeljalögunum, rekja hana upp undir fjöll og langt suður á nesið að upptökum Hallbjarnarstaðaár. Lögin stafa frá löngu tímabili þegar fram fór niðurrif á basaltinu, sem undir liggur. Hið forna land mun hafa verið farið að hallast eigi lítið á þessum tíma, og þess vegna hefir tönn tímans ekki aðeins unnið á basaltinu, sem hlífði skeljaleifunum sunnar á nesinu, heldur á stórum kafla komizt ofan í þau sjálf. Á þessu tímabili hafa einnig orðið ösku- og vikurgos á landinu og má finna að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.