Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 53
NÁTTÚRUFRÆEHNGURINN 145 fluttar leifar þeirra bæði ofan á skeljalögunum í Tungugrænum og ofan á basaltinu út undir Breiðuvík. En seinna á þessu tíma- bili komst þó kyrrð á, og gátu þá skeljalögin í Breiðuvík myndazt við hina fornu strönd. Nú hófst enn mikil eldhríð og ofan á skeljalögin lögðust þykk grágrýtislög- Þau ná enn fram á skeljalögin í Breiðuvíkur- bökkum og þaðan má rekja þau upp og austur á heiðar og síðan suður allt nesið upp á Búrfell. Þar munu leifar grágrýtisins einna þykkastar á nesinu, ca. 60 m. I Búrfelli sjáum við enn lög af gjalli undir grágrýtinu og jökulruðningur er og talinn vera þar. Þar fyrir neðan tekur við fornt basalt og loks hin ellilega Héðins- höfðabergtegund. Aðeins vantar hér inn í milli hin 500 m þykku skeljalög, og hefir sjórinn því sennilega ekki náð svona langt inn í landið er þau mynduðust.*) Nú víkur sögunni suður á Lambafjöll, tæpum 15 km frá Búrfelli. Þau eru nokkurn veginn jafnhá Búrfellinu og maður fær ekki varizt þeirri hugsun, að bæði fjöllin séu leifar einnar og sömu hásléttunnar, því að augljóst er, að sig hafa orðið á milli þeirra. Þetta staðfestist og, er efni fjallanna er borið sam- an, því að ofan á Lambafjöllum er sams konar grágrýti og á Búr- felli. Gjall og vikur er þar einnig undir grágrýtinu, aðeins meira að vöxtunum, og nú er enginn vafi á, að um er að ræða móbergs- myndun landsins. Undir móberginu í Lambafjöllum má gera ráð fyrir hinu gamla basalti, en úr því verður eigi skorið að sinni, þar sem rætur fjallanna eru huldar yngri myndunum, svo að eigi er unnt að sjá hvað við tekur undir móberginu. En mó- bergið liggur frá Lambafjöllum nær óslitið út fyrir Húsavík og mun upphaflega hafa verið tengt gjalli því og vikri, sem áður var getið utar í nesinu. Ég álít því, að grágrýtið ofan á Lambafjöllum og mestum hluta Tjörnessins séu hlutar hinnar sömu myndunar, sem hafi upphaflega verið þykkur og víðáttu- mikill láréttur grágrýtisskjöldur, og að sama móbergsmyndun- in komi fyrir á báðum stöðunum og hafi hún myndazt á hinu áður umgetna langa tímabili frá myndun dökka basaltsins utar- lega á nesinu þar til skeljalögin í Breiðuvík tóku að setjast. *) í fyrri grein minni í Náttúrufræðingnum hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu, að svo framarlega sem það væri rétt, er haldið var, að Tjörnesfjöllin væru aðallega úr grágrýti, hlyti þetta grágrýti að liggja undir skeljalögin að mestu leyti. Nú reynist þetta ekki rétt, og fellur ályktunin með því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.