Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Útgáva

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 54
146 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN í fyrri grein minni gat ég þess til, að hin háu fjöll í Ódáða- hrauni og þar norður af mundu ásamt Lambafjöllum vera hlutar gamallar hásléttu- Nú tel ég engan vafa á, að þetta sé rétt, því að grágrýtið á toppi þessara fjalla er alls staðar eins þar sem ég hefi skoðað það (Bláfjall, Búrfellsfjallgarður, Búrfell á Mý- vatnsöræfum, Sandfell í Axarfirði, Lambafjöll) og sama er að segja um móbergið undir því. Alls staðar er að finna hina sömu samryskju úr gjalli, vikri og ösku. Alls staðar myndar líka mó- bergið rennslétt yfirborð undir grágrýtinu og það í mjög svip- aðri hæð í hinum ýmsu fjöllum, og hefir grágrýtið sýnilega hlaðist ofan á víðáttumikla móbergssléttu. Að framan hefir verið talað um staði á móbergssvæði landsins, en nú höldum við yfir á basaltsvæðið vestan Bárðardals. Um Bárðardalinn er talin liggja aðalbrotlína landsins. Thor- oddsen taldi hana augljósa og í Jarðfræði Guðmundar Bárðar- sonar er sagt, að landið austan við þessa línu hafi sigið um 600 m að minnsta kosti, miðað við vesturbarminn. Þessar ályktan- ir eru dregnar af því, að landið er miklu lægra austan dalsins en vestan og svo hinu, að grágrýti, sem Thoroddsen fann beggja megin dalsins um Halldórsstaði, hefir talsvert lægra yfirborð austanmegin. Ég geri nú líka ráð fyrir, að á þessum stað hafi orðið nokkurt missig, en strax og kemur inn fyrir Hrafnabjörg er landið jafnhátt beggja megin dalsins og sjálfsagt ekkert mis- sigið, og í norðurhluta Fljótsheiðarinnar er ekki grágrýti heldur fornt basalt.*) Grágrýtismyndun sú, sem þekur fjöllin vestan dalsins, er sýnilega horfin ofan af norðurenda heiðarinnar og um þessar slóðir hefir því skafizt meira ofan af landinu austan dalsins. Ég tel samt víst, að einnig hafi verið um talsvert mis- sig að ræða, en það hefir verið minna en áður var talið. Hver sem útkoman verður, er borin hafa verið saman sams konar lög beggja megin Bárðardals, þykist ég mega ætla, að Bárðardals- sigið sé í rauninni talsvert minna en talið hefir verið. Það er því minni ástæða til þess að ætla, að mismunandi fjallabygging sé sitt hvoru megin við Bárðardal, enda er ekki um neinn verulegan mun að ræða. I fjöllunum vestan Akureyrar eru efstu lögin úr sams konar grágrýti og á austurfjöllunum. Hér er grágrýtið samt talsvert *) í þverskurði þeim (mynd 2), sem sýndur er í fyrri grein minni, er línan lögð um miðja heiðina, þar sem ég hafði fundið grágrýti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar: 3.-4. Tölublað (1940)
https://timarit.is/issue/290661

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3.-4. Tölublað (1940)

Gongd: