Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 54
146
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
í fyrri grein minni gat ég þess til, að hin háu fjöll í Ódáða-
hrauni og þar norður af mundu ásamt Lambafjöllum vera hlutar
gamallar hásléttu- Nú tel ég engan vafa á, að þetta sé rétt, því
að grágrýtið á toppi þessara fjalla er alls staðar eins þar sem
ég hefi skoðað það (Bláfjall, Búrfellsfjallgarður, Búrfell á Mý-
vatnsöræfum, Sandfell í Axarfirði, Lambafjöll) og sama er að
segja um móbergið undir því. Alls staðar er að finna hina sömu
samryskju úr gjalli, vikri og ösku. Alls staðar myndar líka mó-
bergið rennslétt yfirborð undir grágrýtinu og það í mjög svip-
aðri hæð í hinum ýmsu fjöllum, og hefir grágrýtið sýnilega
hlaðist ofan á víðáttumikla móbergssléttu.
Að framan hefir verið talað um staði á móbergssvæði landsins,
en nú höldum við yfir á basaltsvæðið vestan Bárðardals.
Um Bárðardalinn er talin liggja aðalbrotlína landsins. Thor-
oddsen taldi hana augljósa og í Jarðfræði Guðmundar Bárðar-
sonar er sagt, að landið austan við þessa línu hafi sigið um 600
m að minnsta kosti, miðað við vesturbarminn. Þessar ályktan-
ir eru dregnar af því, að landið er miklu lægra austan dalsins en
vestan og svo hinu, að grágrýti, sem Thoroddsen fann beggja
megin dalsins um Halldórsstaði, hefir talsvert lægra yfirborð
austanmegin. Ég geri nú líka ráð fyrir, að á þessum stað hafi
orðið nokkurt missig, en strax og kemur inn fyrir Hrafnabjörg
er landið jafnhátt beggja megin dalsins og sjálfsagt ekkert mis-
sigið, og í norðurhluta Fljótsheiðarinnar er ekki grágrýti heldur
fornt basalt.*) Grágrýtismyndun sú, sem þekur fjöllin vestan
dalsins, er sýnilega horfin ofan af norðurenda heiðarinnar og
um þessar slóðir hefir því skafizt meira ofan af landinu austan
dalsins. Ég tel samt víst, að einnig hafi verið um talsvert mis-
sig að ræða, en það hefir verið minna en áður var talið. Hver
sem útkoman verður, er borin hafa verið saman sams konar lög
beggja megin Bárðardals, þykist ég mega ætla, að Bárðardals-
sigið sé í rauninni talsvert minna en talið hefir verið.
Það er því minni ástæða til þess að ætla, að mismunandi
fjallabygging sé sitt hvoru megin við Bárðardal, enda er ekki
um neinn verulegan mun að ræða.
I fjöllunum vestan Akureyrar eru efstu lögin úr sams konar
grágrýti og á austurfjöllunum. Hér er grágrýtið samt talsvert
*) í þverskurði þeim (mynd 2), sem sýndur er í fyrri grein minni,
er línan lögð um miðja heiðina, þar sem ég hafði fundið grágrýti.