Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 60
152
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
3. Aðeins húðtotur á efra borði blaðanna.
Vetrarkvíðastör (C. chor- Dúnhulstrastör (C. pilulifera).
dorrhiza).
ígulstör (C. stellulata). Mýrastör (C. goodenoughii).
Hinar tegundirnar vantar greinilegar húðtotur. Til aðgreining-
ar frá öðrum gras- eða hálf-graskenndum jurtum má taka þetta
fram: Blöð grasanna standa í tveimur röðum (eru tvíhliðstæð).
Slíðrin eru opin, að minnsta kosti ofan til og eru slíðurrendurnar
víxllagðar. Stöngullinn er holur með óholum hnjám við hvern
blaðfót. — Blöð hálfgrasanna eru í þremur röðum (þríhliðstæð).
Blaðslíðrin lokuð. Stöngull óholur og án hnjáa. Blöð sefsins eru
sívöl eða hálfsívöl með opnum blaðslíðrum. Hærurnar hafa lok-
uð blaðslíður eins og hálfgrösin. En hin flötu blöð þeirra hafa
löng hár á röndunum, einkum niður við slíðuropið. Hjá finn-
ungunum eru slíðrin blöðkulaus, eða með örsmárri, broddlaga
blöðku. Stráin sívöl eða ferstrend (vatnsnæli). Stöngull staranna
er þrístrendur en stönglar fífunnar sívalir eða ögn flatvaxnir.
(Blöð klófífunnar eru auðkennileg, kjöluð eða rennulaga, þrí-
strend framan til og oft mógljáandi. Hringbeygjast oft aftur á
bak (Hringabrok). Blöð hrafnafífunnar rennulaga, slétt og flöt
í oddinn).
2. mynd. Blaðgerð stara.
B. Þversneið af blaðhluta með yfirhúðinni á efra borði, og undir
henni frumur með blaðgrænukornum. C. Yfirhúð á efra borði blaðs,
t = smáþyrnar. D. Smáþyrnar í blaðrönd (blaðtennur). H. Yfirhúð séð
að ofan. v = húðtotur. I og K Belgjastör (C. panica). I = yfirhúð á
neðra borði blaðs (horft frá fletinum), v = húðtotur. Kringum vara-
opin r beygjast húðtoturnar yfir varaopin og hálfhylja þau. K. er
þversneið af yfirhúð með húðtotum v á neðra borði blaðanna.