Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 64
156
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
á lengd með húðtotur og hálfhulin
varaop báðum megin. Vex einkum
niðri í mosanum í snjódældum til
fjalla. Rauðstör (C. rufina).
RR. Húðtotur og varaop aðeins öðrum
megin á blöðunum.
S. Húðtotur aðeins á efra borði blað-
anna. Varaop aðeins á neðra
borði, í sömu hæð og húðin um-
hverfis. Blöðin fremur stinn. Vex
í þéttum toppum. ígulstör (C.
stellulata).
SS. Húðtotur einungis á neðra borði
blaðanna. Varaopin niðurgrafin
og hálfhulin af húðtotum.
T. Vex í þéttum toppum. Blöðin
um 2 mm breið, fagurgræn
eða ögn gulleit. Allgild blað-
slíður. Vex til fjalla. Rjúpu-
stör (C. lagopina).
TT. Vex í smátoppum og er frem-
ur smávaxin. Blöðin grágræn
eða ögn blágræn, 1—2 mm á
breidd og 3—8 cm á lengd.
Blaðslíðrin mjó. Hvítstör (C.
bicolor).
AA. Starartegundir með renglum.
b. Blöðin burstkennd, rennulaga.
c. Engar húðtotur á blöðunum. Varaop einungis á neðra
borði blaðanna, varafrumurnar í hæð við húðina í
kring.
d. Blöðin mjó, allt að 1 mm á breidd, slétt í rend-
umar.
e. Stuttar uppsveigðar jarðrenglur. Blöðin fagur-
græn með ógreinilegum rifjum. Slíðurhimnan
nær út úr slíðrunum. Tvíbýlisstör (C. dioica).
ee. Stuttur jarðsproti með uppréttum ljóssprotum.
Blöðin Ijósgræn með greinilegum, breiðum rifj-
um. Broddastör (C. microglochin).