Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
157
dd. Blöðin 1—2 mm breið, nokkuð stinn, með margar,
oddhvassar tennur í röndunum.
f. Blöðin sveigð aftur á bak (útsveigð) og venju-
lega með uppundnum röndum. Hornið milli
sprotans (sprotaássins) og blöðkunnar stórt. Jarð-
renglurnar oftast langar og víðskriðular. Neðstu
blaðslíðrin gráleit. Vex einkum í deigum sandi.
Bjúgstör (C. incurva).
ff. Blöðin innsveigð, hornið milli sprotans og blöðk-
unnar lítið. Jarðrenglurnar alllangar. Neðstu
blaðslíðrin móbrún. Vex í holtum og holtabörðum.
Móastör (C. rupestris).
cc. Húðtotur á blöðunum, venjulega báðum megin. Vara-
op niður grafin, að nokkru leyti hulin af húðtotum.
Blöðin gulgræn (eða með daufum fjólulit), 3—5 cm á
lengd. Varaopin báðum megin. Efjustör (C. subspata-
cea).
bb. Blöðin flöt eða kjöluð.
g. Langar og víðskriðular renglur (vetrarkvíði = ofan-
jarðarrenglur). Verður vetrarkvíðinn stundum 1—2
m á lengd cg liggur í grassverðinum eða alveg ofan-
jarðar. Blöðin mjó, 1—3 mm, kjöluð, langydd, odd-
mjó, ljósgræn. Húðtotur aðeins á efra borði blaðanna.
Varaop einungis á neðra borði. Varafrumurnar í hæð
við húðina í kring. Vetrarkvíðastör (C. chordorrhiza).
gg. Aðeins neðanjarðar-renglur.
h. Ryðbrúnar rótartrefjar á jarðrenglunum.
i. Varafrumurnar hér um bil í sömu hæð og húðin
í kring. Varaopin óhulin. Engar greinilegar húð-
totur á blöðunum. Sjaldgæf tegund. Keldustör (C.
magelliana).
ii. Varaopin hálfhulin af húðtotum, niðurgrafin.
Húðtoturnar vel þroskaðar (varaop og húðtotur
aðeins neðan á blöðunum).
j. Blöðin fagurgræn, flöt, 1—3 mm á breidd,
snarprend, 3—4 rif hvorum megin við mið-
rifið. Hengistör (C. rariflora).
jj. Blöðin grágræn, rennulaga, oftast aðeins 0.5—
2 mm breið, snörp þegar nær dregur oddinum.