Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Komið að.
móti a£la nema því aðeins, að eigandi hans léti a£ hendi einn eða tvo
menn og konur, til þess að gera að i'iskinum. Þetta var mjög skyn-
samlegt fyrirkomulag, enda þótt það hefði í för með sér deilur og ó-
ánægju. Þá dagana, sem mest barst á land, urðu sttilkurnar að standa
við aðgerð allan daginn og langt fram á kvöld. Mikið a£ því starfi
var unnið í eftirvinnu, og varð aðgerðin því furðu dýr. Oft og einatt
urðu stúlkurnar að gera að við ijós. Þær voru allt að því dauðupp-
gefnar, en samt sem áður glaðar og reifar, hlógu og sungu við vinnu
sína. Þegar tímar liðu fram var hægt að sigrast á þessum örðugleik-
um. Fyrsta skrefið var tekið 1927, þegar byrjað var að kaupa þorsk-
inn hausaðan og slægðan. Sex árum síðar, árið 1933, var tekin upp
sú regla, að kaupa allan þorsk flattan og þveginri, enda töldu þá
kaupmennirnir Grænlendinga hafa fengið næga æfingu og reynslu
í meðhöndlun fisksins. Síðan hefur þessari reglu verið fylgt, og hafa
allir látið sér vel lynda. Þegar saltfiskurinn kom til Kaupmannahafn-
ar, var hann metinn eftir mjög ströngum reglum, og ef nokkuð var
hægt að setja út á vöruna frá einhverri veiðistöð, var verzluninni þar
gert. aðvart og henni falið að sjá um úrbætur. Gert var að öllum afl-
anum í landi, og var því öll aðstaða til hreinlegrar hirðingar hin
bezta. Reynslan hefur einnig sýnt það, að grænlenzki, saltflatti fisk-
urinn er framúrskarandi góð vara, sem greidd er með hæsta verði á
heimsmarkaðinum.