Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 5
Sigurður Þórarinsson:
Vísindastarí Þorvalds Thoroddsens
Erindi, flutt í RíkisútvarpiS á 100 ára afmœli
Þarvalds Thoroddsens.
Þegar meta skal vísindastarf Þorvalds Thoroddsens verður einkum
um fernt að spyrja: á hverju hafði hann að byggja, hvað byggði hann,
við hvaða aðstæður byggði hann og hvernig hefur sú bygging staðið.
Það væri efni í langa ritgerð, jafnvel heila bók, að svara þessum
spurningum til hlitar, i stuttu erindi verður aðeins hægt að drepa á
nokkur atriði.
Ýmislegt hafði verið unnið að rannsóknum á jarðfræði og land-
fræði íslands, er Þorvaldur Thoroddsen hóf rannsóknarferðir sínar
sumarið 1881. Koma þar við sögu hæði erlendir menn og innlendir;
ég nefni hér af útlendingum Þjóðverjann Sartorius von Waltershausen,
er rannsakaði móbergsmyndun landsins og gaf henni það fræðinafn,
er hún hefur síðan haft, palagónítformation; Norðmanninn Theodor
Kjerulf, sem rannsakaði m. a. ísaldarmenjar, Danann J. C. Scythe,
er skrifaði rit um Heklugosið 1845, landa hans J. F. Johnstrup, er
rannsakaði öskju og Sveinagjá, og Sviann C. Paijkull, sem fyrstur
har rétt skyn á grágrýtishraunin og gerði fyrstu tilraunina til að
semja jarðfræðiuppdrátt af landinu. Af Islendingum ber fremst að
nefna Eggert og Bjarna, Svein Pálsson, Jónas Hallgrímsson og þó
fyrst og fremst Björn Gunnlaugsson. En þrátt fyrir merkilegt starf
þessara manna var þekkingin á jarðfræði landsins mjög í molum, og
landfræðileg mynd af landinu, þrátt fyrir hið stórmerka kort Björns
Gunnlaugssonar, ennþá næsta gloppótt. Stór svæði máttu heita með
öllu ókönnuð. Ég nefni til dæmis, að á uppdrátt Björns af öræfun-
um norðan Vatnajökuls vantar Skógamannafjöll, Kerlingu, Hvamms-
fjöll, Hrossahorg, Herðubreiðartögl, Vikrafell, Ferjufjall, Lindaá, Koll-
óttudyngju, Dyngjuvatn og Dyngjufjöll ytri.
Segja má, að Þorvaldur hafi fyrst og fremst ferðazt sem landfræð-
ingur og landkönnuður með jarðfræði sem aðaláhugaefni, enda framan