Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 6
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
af litið á hann af erlendri samtíð hans fyrst og fremst sem eljusaman
og þrautseigan landkönnuð, sem ferðaðist sumar eftir sumar um lands-
svæði, er lítt voru kunn vísindamönnum, og lýsti þessum svæðum al-
hliða, jarðfræði þeirra, landslagi, veðráttu, gróðri, dýralífi, svo og
íbúunum og háttum þeirra og högum. Fyrirmyndir Þorvalds munu
einkum hafa verið þeir Þjóðverjar, sem hæst bar meðal landfræð-
inga fyrir 1880, þeir Alexander von Humboldt og Ferdinand von Richt-
hofen. Höfuðrit Humboldts, hið mikla meistaraverk Kosmos, hafði Þor-
valdur stöðugt með sér á ferðum sínum, og þegar hann fer utan til
frekari lærdóms 1884, dvelur hann lengst af í Leipzig og hlýðir á
fyrirlestra von Richthofens, sem þá var löngu heimsfrægur, einkum
vegna rannsókna sinna á lössmyndun Kína. Það er engin tilviljun, að
Þorvaldur verður fyrstur til að skýra þátt vinda og vindrofs í mótun
fslands og jarðvegsmyndun. Með Humboldt átti hann sameiginlegan
áhugann á eldfjallafræðinni, og þar vinnur hann sín stærstu afrek
á sviði jarðfræðinnar. I eldfjallafræðinni er hann og verður á heims-
mælikvarða einn af þeim stóru, ekki vegna snjallra kenninga um
eldgos og orsakir þeirra, hann var yfirleitt ekki mikill kenningamaður
(teoretiker), heldur fyrir hið geysimikla efni, sem hann leggur eld-
fjallafræðinni til með lýsingum sínum á íslenzkum eldstöðvum og
söfnun heimilda um íslenzk eldgos. Er hann hóf rannsóknarferðir
sinar, hafði aðeins 6 íslenzkum eldstöðvum verið lýst af nokkurri
nákvæmni af jarðfræðingum, rúmlega 20 verið nefndar í erlendum
ritum, og um 30 hafði verið getið að einhverju leyti í íslenzkum
ritum. Árið 1898 var tala kunnra islenzkra eldstöðva komin upp í nær
130. Hann lýsir áður ókunnri gerð eldfjalla, eldgjánni, hann sýnir
fram á hinn geysimikla þátt sprungugosa í uppbyggingu íslands,
enda hafði það verið verkefnið í fyrstu jarðfræðiferð hans, með
Johnstrup og Caroc sumarið 1876, að rannsaka nýafstaðið sprungu-
gos, Sveinagjárgosið. Hann sýnir einnig fram á hið nána samband
brotlína og eldstöðva. Af ritum Þorvalds verður það lýðum ljóst, að
Island á fjölbreytilegri eldstöðvar en nokkurt annað land.
Þorvaldur eykur og mjög þekkingu á íslenzkum jöklum. 20 skrið-
jökla hafði verið getið í prentuðum ritum, er hann hóf rannsóknir,
140 er hann lauk rannsóknum, en þess er að geta, að jöklarit Sveins
Pálssonar var þá enn óprentað, og studdist Þorvaldur mjög við það,
og dregur þar enga dul á. Yfirleitt verður Þorvaldur ekki vændur um
það að gera lítið úr starfi fyrirrennara sinna.
Ekkert jarðfræðikort var til af landinu, er Þorvaldur hóf starf sitt,