Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 7
VlSINDASTARF ÞORVALDS THORODDSENS 115 utan áðurnefnd kortskissa Paijkulls, en upp úr aldamótunum fellir hann saman kort sín af þeim svæðum, sem hann hafði rannsakað, í eitt heildarjarðfræðikort, sem hefur nú verið látið duga í hálfa öld og má enn teljast í höfuðatriðum rétt, þótt vissulega þyrfti þar nú margt að lagfæra. Þetta kort og uppdráttur Björns Gunnlaugssonar, sem Þorvaldur bætti verulega um, eru langmestu afrekin, sem ein- stakir menn hafa unnið um landa- og jarðfræði Islands, og raunar gengur það furðu næst, að hvort um sig skuli vera verk eins einasta manns. Þó eru jarðfræðirannsóknirnar og rit um jarðfræði aðeins liluti af vísindastarfi Þorvalds. Sagnfræðileg rit hans: Landfræðisagan, eld- fjallasagan, Árferði á íslandi og fleiri eru svo mikil að vöxtum og gæðum, að ein myndu nægja honum til varanlegrar vegsemdar. Aðstæður Þorvalds til rannsókna- og vísindastarfsemi voru eðlilega að ýmsu leyti verri en við eigum nú að venjast. Islenzkt sumar er stutt, ekki sízt á öræfum, og hver dagur dýrmætur, en ferðalög á hestum í torfæru landi timafrek. Aðstöðumunurinn var þó e. t. v. nokkru minni en í fljótu bragði virðist, því að það er hvort eð er ekki hægt að fara hratt yfir, þegar lýsa skal landssvæðum svo sem Þorvaldur. gerði. Versta tímaeyðslan mun oft hafa verið að ferða- lögunum til og frá rannsóknarsvæðunum. Þess er og að minnast, að Þorvaldur byrjar rannsóknarferðir sínar í upphafi áratugs, sem var einn hinn erfiðasti um veðráttu á síðustu öld. Þorvaldur kvartar oft undan því, að hann hafi ekki haft nægilegt fé til rannsókna. Hann ber sig að sjálfsögðu saman við erlenda kollega og hefur þá rétt að mæla. Fé það, sem Alþingi veitti honum, var oft veitt með eftirtölum, og tvö ór féll íslenzkur styrkur til hans niður, en ef satt skal segja, hefur enginn íslenzkur náttúrufræðingur fengið jafnháa styrki og Þorvaldur. Alþingi veitti honum lengst af 2000 krónur árlega, en sú upphæð jafngilti kennaralaunum hans við Menntaskólann, og kennaralaun voru þá miklu hærri en nú. Mun nærri láta, að styrkurinn hafi numið um 80.000 krónum með nú- verandi verðgildi. Auk þess naut hann oft erlendra styrkja. Síðari hluta ævinnar var hann vel efnaður og aðstaða hans til vísindastarfa hin ágætasta, þar eð hann var prófessor án kennsluskyldu. En af- köstin eru líka eftir því, því að ritverk hans eru blátt áfram ævin- týralega mikil að vöxtum. Talið er, að ritgerðir hans séu um 200
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.