Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 11
Pálmi Hannesson:
Sögnin um Stórasjó
Allt fram á vora daga hefur því verið trúað, að til væri stöðuvatn,
er Stórisjór nefndist, og væri það eitt Veiðivatna á Landmannaafrétti.
Guðmundur Árnason í Múla nefnir mann, „dáinn eftir síðustu alda-
mót“, sem „fullyrti, að hann hefði komið að Stórasjó“ (1). Á upp-
dráttum þeirra Björns Gunnlaugssonar og Þorvalds Thoroddsens
er Stórisjór sýndur, og má kalla, að eimt hafi eftir af trúnni á
tilvist þessa vatns, unz hinir nýju uppdrættir af hálendi Islands
komu út.
Elztu ritaðar heimildir um Stórasjó, þær er ég þekki, getur að finna
í Ferðabók Sveins Pálssonar. Þar segir svo um Veiðivötn: „Helztu
vötnin, sem vitað er um, eru þessi: Stóri-Sjór, nyrztur og mestur
allra, vogskorinn mjög og ef til vill samanseUur úr mörgum smá-
vötnum. Nær hann lengra norður en menn hafa farið. Austan og
norðan að honum liggur hár fjallsröðull, sem allra nyrzt endar í
háttgnæfandi, keilumynduðum tindi. . . . tJr Stóra-Sjó rennur á
undir hrauninu suðvestur í Stóra-Fossvatn“ (2). Þess skal getið,
að Sveinn Pálsson kom að vísu til Veiðivatna, en hreppti þar illviðri
og gat lítið farið um. Ekki kom hann að Litlasjó, enda nefnir hann
ekki það vatn.
Björn Gunnlaugsson segir svo: „Norðustu vötnin heita, eptir því sem
merkisbóndinn Björn sáh Þorvaldsson í Stóradal sagði mér, Stórisjór
næst jöklinum, Litlisjór fyrir sunnan hann, þá Stórafossavatn, Litla-
fossavatn og Grænavatn" (3). 1 þessari röð setur Björn vötnin á
Uppdrátt Islands, en heimildarmaður hans, Björn Þorvaldsson, var
fæddur og upp alinn að Klofa á Landi og hefur því verið kunnugur
við Vötnin.
Árið 1885 fór Ólafur Pálsson, umboðsmaður að Höfðabrekku,
og þeir fjórir saman Skaftfellingar í könnunarferð um hálendið fyrir
vestan Vatnajökul. Héldu þeir fyrst norður um Skaftá, komu að
Langasjó, er þeir nefndu Skaftárvatn, lögðu þaðan leið sína norður að
Tungnaá og munu hafa séð yfir mestan hluta öræfanna þar á milli
allt til jökuls. Frá Timgnaá héldu þeir til Veiðivatna, en þaðan aftur