Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 13
SÖGNIN UM STÓRASJÓ 121 að þessu hafi verið hinn veginn farið, að Litlisjór hafi upphaflega heitið Stórisjór. „Hinn rétti Stórisjór hefir orðið að Litlasjó, en Litlisjór hefur týnt nafninu,“ segir hann (7). Það nafn hafi eigi þótt nógu mikið í munni síðar meir og þá verið flutt á annað vatn, sem þjóðtrúin skóp. Guðmundur Árnason segir: „Nafnið Litlisjór bendir til þess, að annar stærri sé til,“ (1), og má það að visu til sanns vegar færa, en báðir telja þeir, Þorvaldur og Guðmundur, að sjór merki stöðuvatn i íslenzku likt og „so“ i dönsku. Litlisjór hefur heitið svo, að minnsta kosti frá upphafi 19. aldar, en sennilega allt frá öndverðu (3). Hann einn allra stöðuvatna á íslandi hefur haft endinguna sjór, unz Þorvaldur Thoroddsen bjó til nafnið Langasjó í likingu við Litlasjó og Stórasjó. Á íslenzku merkir sjór ekki stöðu- vatn né heldur í norskum mállýzkum yfirleitt, þótt undantekningar séu til. Sjór merkir salt vatn, hafið. Nöfnin Litlasjó og Stórasjó virðist mér þvi mega skýra þannig: Þá er menn komu inn um Veiðivötn, gat að líta geysimikið stöðuvatn, „lik- lega nærri eins vatnsmikið eins og öll hin til samans“ (5). Eigi sá út yfir það, og var því líkast sem komið væri að firði. Því nefndu menn þetta vatn Litlasjó, litla /lafiS. Til samanburðar er fróðlegt að athuga það, sem segir i Flateyjarbók um mesta vatn Noregs: „Mjörs er svá mikit vatn, at þat er líkara sjó.“ Siðar, er aldir liðu og menn komust niður í dönsku, var ekkert óeðlilegt, að menn sæju ekki lengur neina meinbugi á þessu nafni og héldu, að sjór merkti stöðuvatn í þessu sambandi. Hitt var þó ekki kyn, þótt þjóðtrúin tæki slíku nafni fegins hendi, fyndi í því efni til samanburðar og skapaði sér Stórasjó, prýddan öllu því, sem þjóðina dreymdi um á öræfum Islands. RITSKRÁ 1. Guðmundur Árnason: Er Stórisjór fundinn? Tíminn, Rvík 31. okt. 1925. 2. Sveinn Pálsson: Ferðabók, Rvík 1945, 655. bls. 3. Björn Gunnlaugsson: Um stöðvar útilegumanna. Islendingur, Rvík 1861, 11.— 13. bls. 4. Ólafur Pálsson: Könnuð fjöll. Suðri, Rvik 1884, 127. bls., og 1885, 1.—2. bls. 5. Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, II. bd., Kbh. 1914, 242. bls. 6. — Op. cit., 283. bls. 7. — Op. cit., 243. bls. 8. Flateyjarbók, II. bd., Kria 1862, 550. bls. Sjá enn fremur: Fr. le Sage de Fontenay: Hvar er Stórisjór? Tíminn, Rvík, 12. des. 1925. — Ferð til Vatnajökuls og Hofsjökuls sumarið 1925. Andvari, Rvik 1926.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.