Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 15
ÞAR VAR BÆRINN . . .
123
sunnar rennur Borgarlækur meðfram því og syðst Kaldá. Norður-
mörkin eru við Kolbeinsstaðalæk. Hann skilur á milli Eldborgar-
hrauns og Rauðhálsahrauns. Á einum stað, skammt vestan við Skjálg,
ná hraunin þó saman. Að sunnan fellur sjór að Eldborgarhrauni.
Þannig takmarkaður er hraunflákinn allur 32 km2.
AfstaSa hraunsins tíl annarra jarSlaga
1 bökkum og í botnum Haffjarðarár og Kaldár koma viða í ljós
tertíerar basaltklappir. Þær mynda elztu undirstöðu Eldborgarhrauns,
sem til sést. Basaltlögunum hallar um 5° V 37° N. Mjög svipaður
halli er á klettabeltunum í Kolbeinsstaðafjalli og Fagraskógarfjalli.
Basaltið er víðast dulkornótt og dökkt á lit. Annars staðar, eins og til
dæmis í fjörunni hjá Stóra-Hrauni, er það með stórum feldspatdílum
og alsett þroskuðum holufyllingum, einkum smáum zeólítum. Svip-
að berg kemur og upp í fjörunni sunnan við Snorrastaði. Þó hefi
ég aðeins séð lausa steina af því. Yfirborð basaltklappanna er ísxáspað.
Sjást greinilegar rispur á árbökkunum við brúna á Haffjarðará og
einnig sunnan vegar skammt vestan við Landbrot. Stefna ísrákanna
er á fyrrnefnda staðnum S 35° V og á hinum síðarnefnda S 21° V.
f svonefndum Stöpum, rétt við veginn, 1 km. vestan við Haffjarðará,
er móberg.
Sjávarmyndanirnar, sem hvíla á hinu tertíera basalti í bökkum
Haffjarðarár og Kaldár, hverfa inn undir Eldborgarhraun. Skel-
dýrafánan ber vitni um lítið eitt kaldari sjó en nú er í Faxaflóa.
Engar eindregið bórealar tegundir fundust. Algengar eru hallloka
(Macoma calcarea), dorraskel (Astarte elliptica), lambaskel (A.
banksii, afbrigðið striata), smyrslingur (Mya truncata, afbrigðið
uddavallensis a 1 gengt) kambdofri (Trophon clathratus, stórt afbi’igði).
Fánan samsvarar vel fornskeldýrum, sem lýst hefir verið úr undir-
lögum marbakkanna í Borgarfirði og Melasveit (2).
EldstöSvarnar
Stöðvar þær, sem Eldborgarhraun er komið frá, liggja í hrauninu
um það bil miðja vega milli norður- og suðurmarka þess, en all-
miklu nær austurjaðrinum en vestur. Eru þar fimm gígar í röð á
stefnunni ASA—YNV. Tignarlegust er Eldborg sjálf. Hún má heita
alger að formi, og ber hún að því leyti af öllum íslenzkum eldstöðvum,