Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 16
124
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
sem ég hefi séð. Af hennar heiti eru nú sams konar eldstöðvar hér á
landi nefndar eldborgir, líkt og goshverir eru nefndir eftir Geysi.
Svo tignarleg og formfögur er Eldborg, að það virðist sem þeir,
er hafa lýst henni, hafi ekki komið auga á aðra gíga í grennd við
1. mynd. Eldorg séð frá suðri. Tveir gígar sjást fyrir austan borgina.
The crater Eldborg from the south. Two crater cones can bee seen
east of Eldborg.
hana. Hún hefir algerlega tekið hug þeirra fanginn. Eggert Ölafsson
og Bjarni Pálsson lýsa fyrst Eldborg (1). Þeir telja gíginn stakan og
op lians kringlótt. Mældu þeir gíginn með bandi, og reyndist þvermál
hans vera 636 fet (d: 200 m) og dýpið 169 fet (o: rúmir 50 m).
Ebeneser Henderson (4) lýsir Eldborg. Hann mældi ummál gígs-
ins, sem hann telur rúmlega 1800 fet. Henderson telur gígopið
sporöskjulagað, með langásinn á stefnunni ASA—VNV, og er það
í samræmi við mínar athuganir. Hann getur lika um laus gosefni í
nágrenni Eldborgar, en sér ekki, að þar er um ósvikna gíghóla að
ræða, á hinn bóginn segir hann um Eldborg: „it stands quite insulated
in the middle of an extensive plain“.
Þorvaldur Thoroddsen kom aldrei að Eldborg. Hann hafði ætlað
sér að skoða hana sumarið 1890, en sakir rigningar og þoku varð