Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 17
ÞAR VAR BÆRINN . . . 125 ekki úr (7). Hann telur þó Eldborg vera stakan gíg (ein einzelner Krater) (10), og á öðrum stað segir hann, að óvíst sé, að Eldborg og Barnaborg standi á sömu sprungu: „idet mindste ere de neppe frem- bragte samtidig, men danner hver for sig en individualiseret Yul- kan“ (11). Eins og áður er getið eru gígarnir í Eldborgarhrauni fimm, og er Eldborg næst vestust. Neðan til er borgin orpin lausum, frauðkennd- um hraunsteinum, en upp úr þeirri dyngju rísa svo borgarveggirnir, einnig úr frauðkenndu, en heillegu hraungrjóti. Gígbrúnirnar allt í kring eru næstum eggskarpar og hvergi skarð i. Að utan er hallinn á veggjunum milli 50° og 60°, að innan er hallinn enn meiri, og sums staðar eru veggirnir þar lóðréttir. Veggirnir eru úr 2—6 cm þykkum hraunlögum, liggja þau hvert utan á öðru og rísa með sama halla og borgarveggirnir. Aflangir, hárgrannir feldspatkrystallar liggja i straumlögum eftir hraunflesjunum endilöngum. Sinn hvorum megin við Eldborg, á áður nefndri stefnu, eru tveir gígar. Eru barm- ar þeirra svo lagir, að ekki verður eftir þeim tekið fyrr en að er komið. Sams konar berg virðist vera í börmum þeirra og í sjálfri Eldborg. En austar eru svo tveir gíghólar úr gjalli og frauði, annar þeirra, sá sem nær er borginni, er allstór, og er hann stundum nefndur Litla-Eldborg, hinn er minni. Mér virðist auðsætt, að hér sé um gossprungu að ræða og að allir þessir gígar hafi myndazt samtímis. Að svo stöddu verður ekki um það dæmt, hvort Barnaborg sé á sömu sprungunni, en mér virðist líklegt, að svo sé. Hún liggur að minnsta kosti á sömu stefnu og Eldborgargígar. HrauniS Þeir, sem um Eldborgarhraun hafa ritað eða hafa á það minnzt í ritum sínum, virðast allir ganga að því vísu og sjálfsögðu, að aðeins sé um eitt hraun að ræða, að gosið hafi einu sinni úr eldstöðinni, sem hraunið er komið frá. Hvergi hefi ég orðið annars skilnings var. Þegar horft er af Eldborg yfir hraunbreiðuna, stingur svartur, úfinn bruni, sem teygir sig til norðurs, vesturs og suðurs frá borginni, eftirminnilega í stúf við meginbreiðuna, slétta og víðast vel gróna. Þeir Snorrastaðabræður, einkum Magnús Jónsson, áttu fyrstir tal við mig um þennan bruna og þann reginmun, sem væri á gróðri hans og hraunsins i kring. Á bak við það tal virtist mér liggja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.