Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 18
126
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
grunur um, að aldursmunur kynni að vera á brunanum og aðal-
hrauninu. Á kortinu, sem hér með fylgir (6. mynd) og gert er eftir
ljósmynd úr lofti, hefi ég markað þennan bruna sem „yngra liraun“.
skal nú vikið nokkrum orðum að því, hvers vegna svo var gert.
2: myntl. Tveir gigar í Eldborgarsprungu. Barnaborg í fjarska. Séð frá Eldborg.
View from Eldborg. Two craters along the Eldborg fissure. The crater Barnaborg
can be seen on the distant horizon.
Áður var á það drepið, að mikill munur væri á gróðri brunans
(„yngra hraunsins") og aðalhraunsins („eldra hraunsins" á kortinu).
Er aðalhraunið sums staðar þétt vaxið mannhæðarháu birkikjarri,
víðirunnum og lágvöxnum reynitrjám, auk þess fjölskrúðugum lág-
gróðri (3). Sums staðar hefir allþykkt jarðvegslag náð að myndast,
og eru tún tveggja jarða ræktuð á hrauninu, Landbrota og Litla-
Hrauns. Annars staðar er aðalhraunið gróðursnautt. Bruninn eða
„yngra hraunið" er að vísu einnig töluvert gi'óinn, en gróður hans
er ekki sambærilegur um þroska gróðri aðalhraunsins, og kunnugir