Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 19
„ÞAR VAR BÆRINN . . . “ 127
menn og ágætlega athugulir tjá mér, að gróður brunans hafi færzt
mjög í aukana á allra síðustu árum. Nú er bergið í brunanum gljúp-
ara og frauðkenndara en í aðalhrauninu, eins og betur verður vikið
að síðar. Það hefði því átt að veðrast fyrr og að öðru jöfnu að bjóða
gróðri örari og hagkvæmari vaxtarskilyrði.
Þorvaldur Thoroddsen telur Eldborgarhraun apalhraun (8). Ég
held, að aðalhraunið („eldra hraunið“) yrði nefnt helluhraun. Yfir-
borð þess hefir verið slétt og greiðfært, og víða sjást á því hraun-
gárar, einkenni á yfirborði helluhrauna. Athyglisvert er, hve halla-
lítið aðalhraunið er. Frá jaðri brunans, norðan við Eldborg, og í
áttina til Landbrota er hallinn 1°—2°, og sunnan Eldborgar er
hallinn víðast hvar svipaður, sums staðar lítið eitt meiri, annars
staðar minni, ef nokkuð er. Til þess að hraunleðjan (magmað) hafi
getað breiðzt út um jafnhallalitla undirstöðu og hafi menn þá stærð
hraunsins í huga, verður að gera ráð fyrir mjög þunnri og tiltölu-
lega heitri hraunleðju. Laus gosefni, vikur, gjall og aska, hafa varla
myndazt að nokkru ráði við gosið. Gufuþrýstingur i hraunleðjunni
hefir verið lítill, og eftir að hraunleðjan staðnæmdist, hafa myndazt
3. mynd. Melatiglar á yfirborði eldra hraunsins.
Stone rings on the surface of the older lava flow.