Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 20
128
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
niðurföll, oft víðari um sig niður á við en í sjálfu opinu. Slík niður-
föll eru vel kunn í ýmsum íslenzkum hraunum. Sums staðar hafa
þessir stampar í Eldborgarhrauni hálffyllzt af mold og jarðvegi.
Þar, sem leir og sandur hefir borizt í lægðir í hrauninu, má finna
melatigla, oft mjög reglulega lagaða. Ei-u steinarnir litlir, en brotnir
X 1D
4. mynd. Bergið í eldra hrauninu likist grágrýti að innri gerð.
The rock of the older lava showing opitic texture.
úr hrauninu, sýnir það veðrunina (mynd 3). Að innri gerð er bergið
í aðalhrauninu grágrýtiskennt. Það er þó fínkornóttara en Reykja-
víkur-grásteinn. Feldspatkrystallarnir eru allir af svipaðri stærð
innbyrðis, og milli þeirra sjást smávaxnir olívíndílar á stangli. Blöðr-
urnar eru reglulegar að lögun með sléttum ávölum veggjum.
f brunanum, eða „yngra hrauninu“, sem ég álít hiklaust mega
telja til apalhrauna, er grunnmassinn í berginu enn fínkornóttari
en hann er í bergi aðalhraunsins. Hér eru stórir feldspatdílar algengir,
og ólívíndílar, einnig allstórir, eru áberandi. Blöðrurnar eru fleiri og
yfirleitt smærri en í bergi aðalhraunsins og langtum óreglulegri
að lögun. Að öllum þessum einkennum svipar berginu í Eldborg og i
brunanum saman. Það verður varla um það deilt, að Eldborg og
hinir áðurnefndu gígar á eldborgarsprungunni hafi myndazt, þegar
bruninn varð til. Það er ennfremur augljóst, að bruninn hefir mynd-
azt áður en aðalhraunið, sem hann liggur á. Eftir er að vita, hvort
hann er aðeins til orðinn siðar á sama gosferli eða um tvö misgöm-