Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 21
129
„ÞAR VAR BÆRINN . . .
ul gos er að ræða á sprungunni. Er jarðfræðilegur aldursmunur
á aðalhrauninu og brunanum?
Það má ef til vill segja, að hinn petrógrafíski munur, sem kemur
í ljós á bergi aðalhraunsins og brunans, þurfi ekki að tákna jarðfræði-
x in
5. mynd. Bergið í yngra hrauninu er dilótt. Bæði feldspat- og
olivindilar (neðst til vinstri) sjást. — The rock of the younger
lava showing prophyritic texture. Both plagioklas and olivine
phenocrysts can be seen.
legan aldursmun hraunanna. Á hinn bóginn brýtur þessi munur
síður en svo í bága við, að svo sé. Hin ólíku stig veðrunar, sem yfir-
borð hraunanna ber með sér, og hinn mikli munur á gróðri þeirra
veitir afdráttalaust bendingu í sömu átt. Það hefði verið mikilsvert
að finna hreint snið, sem næði yfir mót beggja hraunanna, þar
sem millilag skæri úr um aldursmuninn. Mér hefir ekki heppnazt
að finna slíkan stað, en ég tel ekki loku fyrir það skotið, að slíkt
geti lánazt, ef leitað er vel og jafnvel grafið.
En hér verða þyngstar á metunum niðurstöður, sem ungur íslenzk-
ur eðlisfræðingur, Ari Brynjólfsson magister, hefir komizt að um
aldursmun þessara hrauna. Ari veitti mér þá ómetanlegu aðstoð að
mæla segulstefnu hraunanna. Tekin voru sýnishorn úr aðalhrauninu
á þremur stöðum, í fyrsta lagi norðvestur af Snorrastöðum, þá báðum
megin við þjóðveginn skammt austan við Landbrot og loks á stefnu
austur frá Stóra-Hrauni. Á þessum stöðum öllum reyndist segul-