Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 27
ÞYNGDARMÆLINGAR Á ISLANDI
135
1. mynd. Lesið á tvo þyngdarmæla i miðstöð þyngdarmælinganna á Skólavörðu-
holtinu.
einn milljónasti hluti af þyngdinni. (EiningarheitiS gal er dregið af
nafninu Galilei). Þyngdarmælar þurfa að geta mælt upp á milligal
og nákvæmustu mælar sýna einn hundraðasta úr milligal, þ. e. þeir
verða þess varir ef þyngdin breytist að einum hundrað milljónasta
hluta.
Eftir ofansögðu lægi beinast við að mæla þyngdina með því að at-
huga fall einhvers lilutar. En nákvæmnin við þá beinu mælingu
yrði allt of lítil. I þess stað eru notaðir pendúlar og sveiflutíminn
mældur, en hann er þeim mun lengri, sem þyngdin er minni. (Pen-
dúlklukka, sem gengur rétt í Reykjavík, flýtir sér á Akureyri, nema
pendúllinn sé lengdur, þ. e. lóðið fært neðar. Og pendúlklukka, sem
gengur rétt niðri á Vopnafirði, mundi seinka sér í Möðrudal, nema
pendúllinn væri styttur).
En pendúlmælingar eru mjög timafrekar og því aðeins notaðar á
fáum stöðum, sem eiga að verða grundvöllur annarra og víðtækari
mælinga.
Handhægir og jafnframt enn nákvæmari þyngdarmælar eru allt