Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 36
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN land gæti í þessu tilfelli verið grunnsvæðið milli Grænlands og Bretlands. Að lokum verður þó að segja, að þótt þessi skýring á upphafi og eldri sögu Islands virðist aðgengilegust í bili, þá er rétt að hafa augun opin fyrir þeim möguleika, að síðar komi fram betri skýring á til- veru landsins og eyðingu á stóru fornu landsvæði. Jarðsaga Norður- Atlantshafsins og landsvæðanna kringum það, er enn í of mikilli móðu til þess að vissa fáist um elztu sögu Islands. FlNNI DRÆTTIR ÞYNGDARSVIÐSINS Meginsvipur þyngdarsviðsins fyrir landið í heild er fólginn í þyngdarskálinni, sem er yfir 75 milligala djúp. Sú skál byggist á heildarsvip efnisdreifingarinnar undir landinu. En jnargvislegar smærri ójöfnur eru sýnilegar í þyngdarsviðinu og þær stafa frá stað- bundnari einkennum í dreifingu efnismagnsins. Til þess að hið stað- bundna í þyngdarsviðinu komi fram sem skýrast, er æskilegt að breyta kortinu þannig, að ójöfnurnar komi fram á sléttu undirlagi í stað þess að liggja í skál. Hvernig þessi breyting er framkvæmd er ekki nauðsynlegt að ræða hér. Á yfirlitskortinu á 4. mynd og á sér- kortinu á 5. mynd hefur þessi breyting verið gerð. Við athugum nú fyxst Bárðardalinn, þar sem landið hefur mis- gengið um mörg hundruð metra. Létt lag undir basaltinu hér gæti komið fram í þyngdinni eins og áður var bent á. En hér sjást engin teljandi missmíði. Þetta þýðir, að slíkt létt undirlag er annað hvort ekki til eða liggur mjög djúpt, eða er þunnt. Ef um þykkt lag væri að ræða, hlyti dýpið að vera meira en 3 km eða svo. Og yfirleitt fer á sömu lund, þegar athugaðar eru aðrar línur, þar sem veruleg misgengi hafa orðið, eða virðast hafa orðið. Þyngdarsviðið leiðir ekki á þennan hátt í ljós léttari undirgrunn. Það er fyrst, ef við lítum á stór svæði, eins og Vestfirðina í heild, að eitthvað athyglisvert kemur fram. Við finnum sérstaka þyngdarskál fyrir Vestfirðina, og sama er að segja um Austfirðina og hálendið miRi Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Þetta bendir til létts lags í undirgrunninum, en það er djúpt á það, þar eð rendur skálanna eru óskarpar. Hér eru ekki tök á að sýna, hvernig vinna má úr kortinu, og læt ég nægja að skýra frá niður- stöðum. Kortið má skilja þannig, að neðan við svo sem 5 km dýpi taki við mjög þykkt létt lag með eðlisþunga eitthvað nærri 2,2—2,4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.