Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 43
ELDGJÁ
149
5. mynd. Gígur í miðri norðurgjénni (sbr. 6. mynd). — A crater in Eldgjá (cf.
Fig. 6). — Ljósm. S. Þórarinsson 2. VIII. 1955.
ur um Landbrot, en hitt hefur runnið niður austan Mýrdalsjökuls
yfir Álftaver og Mýrdalssand austanverðan, allt til sævar.
Þorvaldur Thoroddsen leit Eldgjá í fyrsta skipti 22. júlí 1893, er
hann var á ferð upp úr Skaftártungu. 1 ferðasögu sinni frá þessu
sumri (Andvari 1894) skrifar hann: „Þegar við vorum komnir upp á
suðurtögl Skælinga, gaf okkur á að líta, er við sáum hina tröllslegu
Eldgjá fyrir vestan okkur . . . Eldgjá er eitt hið hrikalegasta náttúru-
smíði á lslandi“. Lýsing Þorvalds á Eldgjá, sem er mjög greinargóð,'
vakti atliygli erlendra fræðimanna, og hafa margir jarðfræðingar
siðan skoðað hana. Ber einkum að nefna Karl Sapper, sem fór eftir
gjánni endilangri 1906 og gerði af henni sérkort. Var hann heppnari
með veður en Þorvaldur og gat rannsakað hana miklu nánar. Síðar
hafa m. a. Hans Reck og A. Bernauer skrifað um Eldgjá. Sumurin
1949—1951 rannsakaði ungur hrezkur eldfjallafræðingur, G. R. Rob-
son, gjána og hraun hennar og mun nú á næstunni verja doktors-
ritgerð um þetta efni.
Tilkomumesti hluti Eldgjár er norðurgjáin. Er hún og aðgengilegust,