Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 44
150
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
því að yfir hana liggur Fjalla-
baksvegur nyrðri, sem nú er
orðinn fær bílum. Þessi hluti
gjárinnar er sýndur á kortinu
(6. mynd), sem gert er eftir
flugmyndum Ágústs Böðvars-
sonar og eigin athugunum.
Nyrztu 5 km er gjáin alveg
óslitin (1. mynd). Þá tekur við
kafli, skorinn af þverdölum og
að nokkru leyti fylltur hrauni
og gígum (sbr. 5. mynd), en
sunnan Ströngukvíslar er gjáin
aftur óslitin suður úr. Breidd
gjárinnar sunnan Ströngukvísl-
ar er upp í 600 m og gjar-
veggirnir um 140 m háir. Barm-
ar norðurgjárinnar eru víðast
eins og bogadregnir, hver boginn
við annan. Taldi Sapper þessa
boga myndaða þannig, að þessi
hluti Eldgjár væri raunverulega
röð af sprengigígum, er gripu
hver inn í annan, svo að úr
yrði samhangandi sprengigjá
(Explosionsgraben). Benda má
á, að þessir bogar koma að
nokkru leyti fram við það, að
gjáin liggur þvert á þá dali og
skorninga, sem voru fyrir, er
hún myndaðist (sbr. 4. og 5.
mynd). Eftir að hafa athugað
nokkuð þykkt og útbreiðslu ösku-
lagsins úr norðurgjánni, — en
það er langþykkast allra ösku-
laga á heiðum norður af Skaft-
ártungu og allt suður fyrir Bú-
land, og má rekja það austur
um alla Síðu, — er ég þó