Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 45
ELDGJÁ 151 ekki í vafa um, að í fyrsta þætti gossins hefur það verið mjög „ex- plósift“, þótt eitthvert hraun kunni þá einnig að hafa runnið. Gjár- veggirnir eru aðallega úr móbergi, en sums staðar er að finna lög, er virðast vera harðnaðar jökulurðir (tillít), t. d. þar sem Nyrðri Öfæra fellur niður í gjána að vestan, 3 km sunnan við Gjátind. Mynd- ar áin þar fossa, eina hina fegurstu á íslandi (2. mynd). Yfir neðsta fossinum er hraunbogi. Telur Sapper hann myndaðan þannig, að spilda hafi hlaupið niður úr gjárbarminum og áin grafið sig undir hraunlag efst í henni. Efst í gjárbörmunum getur alls staðar að líta þverbratta veggi 10 —15 m háa. I þeim skiptast á lög af gjalli, hraunkleprum og hraun- lögum, sem aðallega virðast hafa myndast við samruna hraunklepra, svo sem átt hefur sér stað við Grænavatn, Ljótapoll og viðar. Efast ég um, að nokkurt hraun hafi raunverulega flætt út yfir hábarma gjárinnar. Vestan gjár ná þessi kleprahraunslög allhátt upp frá gjánni, og getur þar ekki verið um rennsli frá gjánni að ræða, og ekki held ég heldur, að þar hafi hraun runnið úr samsíða sprungum, eins og Sapper taldi, heldur hafi það sprautazt þangað upp (lava fountains). Niður gjárveggina teygjast hér og þar svuntur úr hraunkleprum (t. d. til vinstri á 1. mynd), og rétt norðan við farveg Ströngukvíslar gegn- um gjána getur að líta þverbrattan móbergsvegg, brynjaðan hraun- kleprum. 1 öðrum þætti gossins hefur feikilegt hraunmagn flætt í stríðum straumi austur úr gjánni um farveg Ófæru til Skaftár og sameinazt við Hánípufit hraunelfu þeirri, sem runnið hefur úr mið- gjánni niður með Syðri Ófæru, en af hraunelfum þessum tveim eru tilorðin Eldgjárhraunin austan Kúðafljóts, er þekja um 350 km2 lands. 1 lokaþætti gossins hafa myndazt hraungígar hér og þar á gjár- botninum. Getur að líta einn þeirra á 5. mynd (sbr. kortið). Er hann mjög reglulegur, tvöfaldur og opinn austur úr. Syðst í gjánni sunnan Ströngukvíslar er djúpur gígur, en annar grynnri og meiri um sig nokkru norðar, og hefur þar staðið hrauntjörn í. Nokkru sunnan við Ófærufoss er reglulegur gígur, sem áin hefur skorið burt að hálfu, og vera má, að þar séu gígar huldir árframburði. Síðasta stig gossins hefur því verið myndun gigaraðar á árbotninum. Svo sem kunnugt er taldi Þorvaldur Eldgjá hafa gosið á fyrri hluta 10. aldar og byggði þetta á frásögnum Landnámu um Moldagnúp og Hrafn hafnarlykil, er yfirgáfu Álftaver vegna jarðelds. Taldi Þor- valdur hraunin austan Kúðafljóts og vestan runnin í sama gosi. Ég hef síðustu árin reynt að komast að niðurstöðu um þetta með hjálp
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.